Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 20
EINAR OLGEIRSSON: Ábyrgö alþýöu Ábyrgð íslenzkrar alþýðu á framtíð þjóð- ar vorrar, sjálfstæði landsins, viðhaldi þjóð- ernis og velferð landsmanna er mikil. Island hefur aldrei getað treyst á yfirstétt sína. Hún hefur alltaf gloprað úr hendi sér sjálfstæði landsins, ef hún hefur ein mátt ráða. Stórhöfðingjar Sturlungaaldar förguðu frelsi landsins þá og drápu lýðveldið. Og eftir að síðustu vígi sjálfstæðisins voru unnin af útlendu veldi undir yfirskyni lútherskunn- ar, reyndu aumar yfirstéttarleifar að tóra sem vetrarprangarar af náð erlendra einokunar- kaupmanna. Það var alþýðan, sem á þessum myrku undirokunaröldum bjargaði íslenzku þjóðerni, tungu, tilveru og arfleifð. Og enn verður það undir íslenzkri alþýðu nútímans komið, hvort það tekst að bjarga frá yfirdrotnunarstefnu auðsins því, sem ein- okunardrotnum fortíðarinnar ekki tókst að tortíma. En við aðstæður þessara áratuga reynir eigi aðeins á þann eðliskost þrautseigrar alþýðu: að þrauka af, að tóra. Nú verða kröfurnar gerðar til stórhugs hennar og baráttuvilja, til hæfileikans til að taka forystuna fyrir þjóð- inni og leiða hana út úr erfiðleikum og hætt- um fram tii sigurs. Burgeisastétt Islands og flokkur hennar með hinu fagra nafni sjálfstæðisins hafa sem heild enga ábyrgðartilfinningu fyrir sjálf- stæði Iandsins. Einstakir einstaklingar innan þeirra vébanda hafa það — og fer þeim fækk- andi. Fyrir þorra hins ráðandi hóps er „frels- 108

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.