Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 43

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 43
hernáms, ætli sér að reka þorrann af beztu leiðtogum flokksins, máske stóran hluta flokksmanna líka, — og boða svo til flokks- þings. I kommúnistaflokki af gamalli leninskri gerð, eins og t.d. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna var fyrst eftir byltinguna, hefðu far- ið fram frjálsar umræður um það, sem gerzt hefur, — jafnt um tímabilið janúar—ágúst 1968, innrásina 21. ágúst og það, sem gerzt hefur síðan. Og svo hefði það flokksþing, er kosið var til á grundvelli slíkra umræðna, gert upp sakirnar, fellt sinn dóm og markað framtíðarstefnuna. Með þeim aðferðum, sem nú er beitt, brott- rekstrum etc., er hinsvegar lýðræði í flokkn- um þurrkað út. Vígorðið um „gagnbyltingar- hættuna", gatslitið úr málaferlunum 1936— ’38 og 1950—’53, er haft að yfirskyni til raunverulegs valdráns í flokknum í skjóli her- náms landsins. Vafalaust eru átök innan þess hóps, er nú ræður, því alltaf eru til ofstækismenn, sem aldrei finnst nógu langt gengið og myndu helzt vilja endurtaka hneykslin og sorgleik- ina frá Slansky-réttarhöldunum. En hinsvegar eru enn menn í valdastöðum, sem sjálfir fengu að kenna á ofsóknunum þá, t.d. Husak, aðalritari flokksins, og Svoboda forseti, og munu þeir líklegir til að reyna að hindra að þau hneyksli, sem þegar eru framin, verði fullkomnuð með slíku sjónarspili óhugnun- arinnar. En fyrir sósíalismann er þessi þróun í Tékkóslóvakíu háskaleg. Það er verið að af- skræma hann í stað þess að þróa hann. Og þessari afskræmdu mynd hampar svo ein- okunarpressa auðvaldsins framan í fólk til að reyna að hræða það frá sósíalismanum. Það verður vafalaust ekki hjá því komizt að þegar alþýðan hefur náð völdum, þá fjöl- menni inn í ríkisvaldskerfi hennar mikið af valdagráðugum hörkutólum og framasjúkum jámönnum, sem, ásamt ofstækisfullum áhang- endum sósíalismans, geta sett bletti á sósíal- ismann í framkvæmd, sem langan tíma tekur að afmá. En til þess meðal annars að hindra slíkt eiga flokkar verkalýðsins og sósíalism- ans að standa á verði um stefnuna og tryggja réttindi til umræðna og gagnrýni innan flokkanna. SIGURINN í CHILE Þann 4. september 1970 gerðist stórvið- burður í sögu sósíalismans og S.-Ameríku. Salvador Allende, frambjóðandi Alþýðufylk- ingarinnar í Chile, sigraði í forsetakosning- unum, fékk rúm 36% atkvæða, hæstur þriggja frambjóðenda. Allende er yfirlýstur marxisti og Kommúnistaflokkur Chile sterk- asta afl alþýðufylkingarinnar. Kjör forseta fer fram á þinginu 24. október fyrst enginn hlaut hreinan meirihluta, en hefð er að kjósa þann, sem hæsta tölu fær. Aðalmálefni All- ende eru þjóðnýting koparnámanna, er ame- rískir auðhringar eiga, og skipting stórjarð- eigna milli bænda. Spenning er nú mikil í Chile. Auðmenn hafa hafið fjárflótta. Verði beitt ofbeldi af her eða öðrum hægri öflum mun hart verða látið mæta hörðu. Allende hefur þrisvar sinnum áður verið í kjöri til forseta, 1952, 1958 og 1964. Hann hefur lengi setið á þingi, var ráðherra 1939 —42 og er nú forseti öldungadeildarinnar. Hann er 62 ára, hefur verið marxisti frá því á stúdentsárum sínum og leiðtogi Sósíalista- flokksins frá því hann stofnaði hann 1943. Allende kveðst berjast fyrir sósíalisma í Chile. 131

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.