Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 24
Einnig létu þeir dynja á islenzku sendinefndinni spurningar um islenzkar baráttuaðstæður. Viðræðurnar einkenndust af hreinskilni og gagn- kvæmri virðingu, enda þótt ekki væri litið sömu augum á öll mál. Það sem hér er skrifað, eru fá- ein atriði, sem koma í hugann að loknum þessum athyglisverðu og lærdómsriku viðræðum. I Ég var í Rúmeníu árið 1953 og hlakkaði mikið til að koma þangað afmr eftir 17 ár. Ég var í hópi hinna svokölluðu Búkarestfara, sem héðan fjölmenntu á heimsmót æskunnar, sem haldið var í Búkarest í júlí 1953 á veg- um Alþjóðasambands lýðræðissinnaðrar æsku. 17 ár er langur tími í lífi einstaklings, en mér varð Ijóst í ferð minni nú, að í lífi þjóð- ar má ná undraverðum árangri í uppbygg- ingu nýs þjóðfélags á ekki lengri u'ma. Mér fannst næstum allt vera nýtt og í upp- byggingu. Þegar frá eru tekin torg, breið- götur og járnbrautarstöðin í Búkarest, kann- aðist ég hvergi við mig. Ibúðahúsabyggingar eru mjög miklar, ekki bara í borgum, heldur um allt landið og var okkur sagt, að yfir 70% íbúðarhúsnæðis þess, sem nú er í notk- un í landinu, hafi verið byggt eftir 1945. Ekki dró það úr undrun minni, að einkaeign er heimiluð á íbúðarhúsnæði og að ríkið lán- ar allt að 80% af kostnaðarverði íbúðar, jaeim, sem vill byggja. Sparifé almennings hefur þannig beinzt mjög að íbúðahúsabygg- ingum og aukið þær. Mér virtist arkitektúr Rúmenanna vera frábær, bæði hvað varðar einbýlishús og f jölbýlishús. í Rúmeníu fer nú fram víðtæk umbylting þjóðfélagsins úr landbúnaðarlandi í háþróað iðnaðarríki. Þessi umbylting setur mark sitt á öll svið þjóðlífsins og ristir mjög djúpt. All- ir virðast skilja nauðsyn hennar sem höfuð- forsendu fyrir bættum lífskjörum almenn- ings. Stjórnlist þessarar umbyltingar er fólg- in í því, að láta fólksflutningana úr sveitun- um ekki verða örari en svo, að hægt sé að sjá fólkinu fyrir húsnæði í borgunum og mennta það til þátttöku í iðnaðinum, en jafnframt að iðnvæða landbúnaðinn til þess að afrakstur hans minnki ekki við fólksfækkunina og byggja ný íbúðarhús í sveitum handa þeim sem eftir verða. Rúmensku félagarnir voru mjög ánægðir með framvindu þessarar um- byltingar og árangur hennar. Hraða jx.-ssar- ar j^róunar mæla Jaeir frá ári til árs í breyt- ingu hlutfallsins milli fjölda jaeirra, sem sinna landbúnaðarstörfum, og fjölda þeirra, sem vinna iðnaðar- og þjónustustörf. Arið 1945 unnu 70% þjóðarinnar að landbúnaði á móti 30% við önnur störf. A árinu 1970 vinna um 50% þjóðarinnar að landbúnaði og hinn helmingurinn vinnur að iðnaði og þjónustu. Arangur þessarar umbyltingar er orðinn sá, að nú þegar er 64% af útflutningi Rúmena iðnvarningur, vélar og þess háttar (m.a. heil- ar olíuhreinsunarstöðvar til Indlands) og sjálfir flytja jseir inn olíu til að hreinsa hana! Þessari umbyltingu þökkuðu rúmensku félag- arnir þá 18% hækkun launa, sem orðið hef- ur í landinu á síðustu tveimur árum. Athyglisverðast þótti mér að sjá þátttöku unga fólksins í jæssari umbyltingu og áhuga þess fyrir uppbyggingu hins nýja jijóðfélags. Aðallega er það ungt fólk, sem flytzt úr sveitunum. Það er hreyfiafl jaessarar umbylt- ingar. Það hópast í tækniskólana, jafnvel á námskeið, sem einstakar verksmiðjur standa fyrir, og gerist síðan menntað iðnverkafólk. Rúmenar eru ekki á flæðiskeri staddir með þetta vinnuafl. Við heimsóttum olíuefnaiðju- ver í Piedesti ot þar unnu um 3500 manns, en meðalaldur verkafólksins var 23 ár, og talar jiað sínu máli um þessa þróun. I gamni og alvöru var á J:>að minnzt, að 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.