Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 35
Andstæðingar Víetnamstriðsins í Bandarikjunum með fána þjóðfrelsisfylkingarinnar. hlutar vcrða að gettoum, lokuðum hverfum negranna, hins svarta valds. Og meðan þetta gerist í þjóðlífinu, er hin skefjalausa tækniþróun auðvaldsins, sem rek- in er áfram án tillits til mannlífsins en í auðgunarskyni einvörðungu, að eyðileggja sjálft umhverfi mannsins: eitra svo loftið í stórborgum að ólíft verði mönnum, — að fylla vötn og sjó úrgangi og óþverra svo ólíft verði dýrum — og undirbúa enn þá ban- vænni eitranir með drápsgasi því, er framleitt var í þeim tilgangi að tortíma heilum þjóð- um, ef þær vildu ei aðhyllast „ameríska lifn- aðarhætti": samanber nú þá framkvæmd að sökkva í sjó hinu banvæna taugagasi. Hin hamslausa peningadýrkun háþróaðs auðvalds- þjóðfélags er orðin háski öllu lifandi, — eins þó eigi verði gripið til þess ráðs að út- rýma lífinu með atómsprengjum. Þetta er orðið af þeim amerísku lifnaðar- háttum, því „American way of life", sem fyr- ir aldarfjórðungi átti að vera fagnaðarboð- skapur „amerísku aldarinnar." Borgarastétt Bandaríkjanna stendur ráð- Afvegaleiddir byggingaverkamenn í kröfugöngu með Nixon í New York. laus frammi fyrir þessum ósköpum: afleiðing- um skefjalauss auðvaldsskipulags, — og hver leiðtogi hennar, sem af fullri alvöru kann að leita lýðræðislegra ráða, á á hættu morðkúlur eins og í Dallas. En þótt ameríska auðvaldið standi þannig magnþrota eins og töframaður- inn gagnvart anda þeim, er hann hafði sleppt úr flöskunni, — þá hefur það þó megnað að eitra svo hugsunarhátt mikils hluta ame- rísks verkalýðs með auðvaldseinokun fjöl- miðlunartækjanna, skoðanaverksmiðjanna, gera hann svo borgaralegan, að hann kann ekki að beita sínum samtakamætti til að taka forustu um þróun þjóðfélagsins, heldur flýtur sofandi að þeim feigðarósi fasismans eða nýrr- ar tegundar afmrhaldseinræðis, sem öll vötn amerísks þjóðfélags hníga nú til. Hið háborg- aralega, hingað til volduga, öldungaráð Bandaríkjanna er þegar farið að finna fyrir því að framkvæmdavaldið, tæki her- og stór- iðjuvaldsins, traðkar á stjórnarskrárfestum réttindum þess, svo sem ákvörðunum um stríð og frið. Rödd þess stjórnskörungs Bandaríkj- anna, sem bezt byggir á borgaralegum lýð- 123

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.