Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 12
því ber flokknum að starfa, því að stefna
hans er í því fólgin að brjóta af sér ramma
auðvaldsþjóðfélagsins.
MILLIFLOKKAR
Það sem m.a. greinir skiptingu fylgis á
flokka á Islandi í nokkuð sérstæðan bás, er
gífurlegt fylgi milliflokka. Þannig hafa Al-
þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
haft 35 til rúmlega 40% alls fylgis. Þetta
mikla fylgi milliflokka stafar af ýmsum
ástæðum, en ekki sízt þeirri að hinir flokk-
arnir hafa ekki haft skýra valkosti. „Allir
flokkarnir eru eins" segir almenningur að
vonum. „Þeir hafa allir verið í stjórn ein-
hverntíma og ég held það sé sama hver þeirra
er við völd." Þessar staðhæfingar almennings
eru þungur áfellisdómur fyrir stefnu og starf
sósíalísks flokks sem á að skera sig úr vegna
þess að hann er á móti „kerfinu” eins og það
starfar.
Fylgi milliflokkanna er að verulegum
hluta fylgi sem unnt ætti að vera fyrir sósí-
alískan flokk að ná til; flokk sem hefur skýra
valkosti upp á að bjóða — jákvæða og glögga
útvegi úr vítahring auðvaldsþjóðfélagsins.
Þarna bíður eitt stærsta verkefni íslenzkra
sósíalista í dag: Að skýra stefnu flokks síns
—móta einfaldar og glöggar dægurkröfur
sem eiga víðtæka og almenna skírskotun til
almennings. Með því móti mætti fá skýrari
línur í íslenzk stjórnmál, skerpa myndina og
auðvelda að leysa úr flækjunni. Það er ein-
mitt þetta sem þarf að verða niðurstaða næstu
alþingiskosninga, ella framlengja þær aðeins
þá talnaröð sem hér hefur verið rakin að
framan um afstöðu íslenzkra kjósenda.
Hvaða áhrif hefði veruleg fylgisaukning
Alþýðubandalagsins í næstu kosningum? Það
verðar ekki rakið nákvæmlega hér, en veru-
leg fylgisaukning Alþýðubandalagsins gæti í
dag haft svipuð áhrif á gang íslenzkra þjóð-
mála í dag og nýsköpunarstjórnin hafði á
sínum tíma: Styrkara Alþýðubandalag gæti
snúið við frá öfugþróun „viðreisnarinnar",
gróðahyggjunnar og erlends fjármagns. Styrk-
ing milliflokkanna þýðir hins vegar aðeins
eitt: Samstarf þeirra við íhaldið í undirgef-
inni hlýðni við boð þess og bönn.
Þannig geta kosningar að þessu sinni breytt
einhverju — þær verða að breyta íslenzka
þjóðfélaginu í þágu Islendinga.
1) Það þarf sjálfsagt ekki að skýra fyrir les-
endum þessa tímarits hvað er átt við með
borgaralegu þjóðfélagi, þjóðfélagi borgara-
stéttarinnar. Til athugunar og umhugsunar
er þessi tilraun þó gerð hér til skýringar: A
Islandi er ríkjandi efnahagskerfi auðvaldsins,
kapítalismi, þannig að launafólk skapar með
vinnu sinni meginhluta af verðmæti þjóðar-
fi'amleiðslunnar, en yfirstjórn þýðingarmik-
illa atvinnutækja og ráðstöfun á framle'ðsl-
unni er yfirleitt í höndum aðila sem ekki
eru háðir aðhaldi af hálfu framleiðendanna,
launamanna. Þessir aðilar gera sér gróðalind
úr ráðsmennsku sinni — þar er um að ræða
borgarastéttina í íslenzku þjóðfélagi, sem hef-
ur úrslitavald í efnahagsmálum og því þýð-
ingarmest áhrif á ríkisvaldið. Aðalstéttir þjóð-
félagsins eru því tvær: Verkalýðsstéttin sem
lifir á því að selja vinnuafl sitt — þ.e. sú stétt
sem stundum er kölluð launamenn — og
borgarastéttin sem arðrænir verkalýðsstéttina,
en í arðráninu felast tilveruskilyrði hennar.
100