Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 29
„Það eina, sem hœgt er að gera raunhæft og mikilvægt fyrir útgerðina, er að lækka kaupgjaldið og verðlagið". 1958 Framsókn sprengir vinstri stjórnina á kröfu um lækkun kaups. Síðan hefur Framsókn verið í stjórnarandstöðu. Allan þann tíma skrifar Framsóknarblaðið „Tíminn" að verkalýðurinn og leiðtogar hans séu alltof ónýtir við að hækka kaupið og allan þennan tima berst Framsóknarvaldið, SlS & Co., við hlið atvinnurek- enda gegn kauphækkunum verkamanna. Það er því Ijóst hvað verða mun, ef Framsókn verður valdaflokkur á ný. II Hvernig stendur á þessu að Framsókn skuli alltaf, er mest á reynir taka afstöðu móti verkalýðnum? Er orsökin sú að Framsókn sé svona svikull vinstri- flokkur? Til þess að fá svar við þessu verður að athuga uppruna og sögu Framsóknar. Framsókn er beinlínis stofnuð sem „milliflokkur", eins og Jónas frá Hriflu kallar hana i tímaritsgrein sinni „Nýr landsmálagrundvöllur" 1918 (Réttur, 3. árg.). Þá eru bændur og búalið meirihluti Islend- inga og Jónas áleit hlutverk Framsóknar vera að „vega salt", hafa til skiptis bandalag við hinar tvær aðalstéttirnar, verkamenn og atvinnurekendur, eftir þvi á hvora sveifina þyrfti að leggjast til þess að tryggja vald þændastéttarinnar. Og þá var mein- ingin að vinna ætíð gegn þeim, er sterkari væri, til að tryggja vald milliflokksins. Löngum stóð því Framsókn í orði kveðnu gegn Ihaldinu, en hvenær sem henni fannst verkalýðurinn of kröfuharður, — og það fannst henni oft, eftir að verkalýðnum fór að vaxa fiskur um hrygg — hikaði hún ekki við að samfylkja með Ihaldinu, atvinnurekendum, gegn verkalýðnum. Því fór svo að einmitt Framsókn hafði forustu í tveim verstu afturhaldsstjórnum Islands, — „þjóðstjórninni", er mynduð var 1939, og „helm- ingaskiptastjórninni" er mynduð var 1950. Frá því Framsókn var stofnuð 1916, hefur hins- vegar þjóðfélagsástandið á Islandi gerbreytzt. Bændur og búalið, sem þá var yfir 50%, er nú um 12% þjóðarinnar. Höfuðstéttirnar eru: annarsvegar verkalýður og launafólk um 70% þjóðarinnar, hins- vegar atvinnurekendastéttin, valdastétt þjóðfélags- ins. Það er aðeins um tvennt að velja: vinstri öflin, þar sem verkalýðssamtökin eru sterkasta þjóðfé- lagsvaldið, — og hægri öflin, þar sem atvinnurek- endavaldið og ríkisþákn þess er. Framsókn tvistígur á milli þessara hægri og vinstri afla, reynir að standa sitt með hvorn fót'nn i báðum herbúðum, með þeirri hættu að klofrifa sig, klofna, hvenær sem i odda skerst i stéttabar- áttunni. Þessvegna verður pólitík hennar: já, já og nei, nei. Þessvegna skírskotar hún í áróðri til al- þýðu, því þar er fjöldinn, — en er í verki með höfuðvaldakerfi sitt: atvinnufyrirtæki SiS og bænda í herbúðum hægri aflanna, atvinnurekendanna. Þessvegna getur Framsókn aldrei orðið forusta vinstri aflanna. Það sem hana dreymir um er að verða dragbitur á þeim, drottnari þeirra, eins og hún löngum var. Meðan verkalýðurinn var veikur, stóð höfuðbar- átta Framsóknar eðlilega við atvinnurekendastéttina og íhaldsflokk hennar (sbr. kjörorð Tryggva Þór- hallssonar: „Allt er betra en Ihaldið"). Þá vildi Framsókn og hafa húsbóndavaldið yfir verkalýðn- um, Alþýðuflokknum, sem þá var. Hún átti að vera vernd og forráð í senn. Og þegar verkalýðurinn vildi ekki lengur láta hana segja sér fyrir verkum, þá skyldi sýna honum i tvo heimana, berja hann niður með gerðardómum og öðrum slíkum aðferð- um. Flokksforusta Framsóknar vill — eðlilega — halda flokki sinum stórum, vill hafa valdið yfir verkalýðshreyfingunni. „Hugsjón" hennar er borg- aralegt tvíflokkakerfi á Islandi eins og i Bandarikj- unum, — byggt á einmenningskjördæmum. Sú „hugsjón" er óraunsær afturhaldsdraumur. Einn höfuðþáttur í hálfrar aldar stjórnmálasögu verka- lýðsins á Islandi er uppreisn hans gegn húsbónda- valdi Framsóknar. Sú reynsla og sú saga verður ekki þurrkuð út. Hvenær sem verkalýðurinn og launafólk allt öðl- ast þann pólitíska þroska að fylkja sér jafn vel og þétt saman á stjórnmálasviðinu sem á „faglega" sviðinu, — og tekur þá um leið forustuna í sam- vinnuhreyfingunni eins og verkalýðurinn á Norður- löndum, — þá mun Framsóknarflokkurinn klofna milli verkalýðsfylkingarinnar annarsvegar og ihalds- aflanna hinsvegar. Merki þess má þegar sjá í um- brotunum innan þess flokks. 117

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.