Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 26
hald í öllum athöfnum flokksins og stjórnun. Rúmenarnir lögðu áherzlu á, að verkalýðs- flokkur með sósíalisma á stefnuskrá sinni, eigi brýnastar skyldur við alþýðu síns eigin lands. Enginn annar (erlendur) flokkur geti axlað þær á sama hátt. Jafnframt hefur hver sósíalískur flokkur skyldur við verkalýð og alþýðu annarra landa. Eftir því sem flokkur- inn rækir betur skyldur sínar við sína eigin alþýðu, á hjá henni meiri hljómgrunn og rík- ari ítök, þeim mun hlutgengari verður hann til alþjóðlegs samstarfs við aðra flokka og al- þýðu annarra landa. Sá flokkur, sem veldur ekki hlutverki sínu heima fyrir, á lítinn hljómgrunn meðal alþýðu síns eigin lands, hann gerir ekki miklar rósir annars staðar, sögðu Rúmenarnir. III Hvað sem líður fyrri hugmyndum um sósíalíska heimsbyltingu og deilum um þær hugmyndir, og hvað sem líður síðari hug- myndum um fullkominn sósíalisma í einu landi fyrst og síðan koll af kolli eða deilun- um um þær hugmyndir, þá verða sósíalistar í dag að líta díalektískum augum á heims- myndina eins og hún blasir við. Mörg ríki og fjölmenn standa í alvarlegum viðfangsefnum sósíalískrar þjóðfélagslegrar uppbyggingar í svo ríkum mæli, að hægt er að tala um alþjóðlegt kerfi sósíalismans. A sama hátt mynda önnur ríki, sem eru höfuð- vígi imperialismans, alþjóðlegt kerfi kapítal- ismans. Hinn svokallaði „þriðji heimur" eru lönd margháttaðra þjóðfélagslegra umhleyp- inga, þar sem undiraldan er andóf (harkalegt) gegn imperíalismanum. Sums staðar er þjóð- leg borgarastétt að bauka við að treysta völd sín og áhrif en annars staðar hafa þjóðfrelsis- byltingar með sósíalísku inntaki sigrað. Við þessar alþjóðlegu aðstæður er brýn nauðsyn á að sósíaliskir flokkar í öllum lönd- um heims hafi sem bezta og nánasta sam- vinnu sín á milli um baráttuaðferðir sínar til að vinna bug á kapítalismanum og leggja að velli alþjóðlegt kerfi hans. Fyrirsjáanlegt er, að það tekur langan tíma, ef talið er í árum, en réttara er að telja það í kynslóðum. Það sem gerir samvinnu verkalýðsflokka hinna ýmsu landa enn brýnni en áður, er sú staðreynd, að heimurinn minnkar ört og með sívaxandi hraða. Kemur hvort tveggja til, bætt samgöngutækni og stórframfarir í fjar- skipta- og fjölmiðlunartækni. Þjóðir heims þjappast hver að annarri. Þetta eykur mjög sameiginlega ábyrgðartilfinningu jarðarbúa gagnvart lífsskilyrðum mannsins á þessari litlu plánetu. Þessi þróun fer brátt að hrópa hástöfum á sósíalísk úrræði og leiðir. Rúmenarnir lögðu mikið upp úr alþjóð- legu samstarfi sínu við aðra verkalýðsflokka. Þeir sögðust mikið á sig leggja til þess að hafa það sem víðtækast, og vildu hvergi smokra sér undan alþjóðlegum skyldum sín- um gagnvart verkalýð annarra landa. Frumforsenda þess, að samskipti verkalýðs- flokka hinna ýmsu landa séu eðlileg og far- sæl, er sú, að flokkarnir mætist á jafnréttis- grundvelli, beri gagnkvæma virðingu hver fyrir öðrum og virði fullveldi hvers annars. Á grundvelli slíkra samskipta geta flokkarnir miðlað reynslu og þekkingu, sem reynzt get- ur mjög dýrmæt, en þá er farið út fyrir eðli- leg samskipti, ef einn flokkurinn ætlar að segja öðrum fyrir verkum. Ætla verður, að enginn geti betur metið baráttuaðstæður í einu landi, en sá verkalýðs- flokkur, sem þar starfar. Erlendir flokkar geta ekki krafizt þess, að þeir viti betur. Það fer eftir þessu mati á baráttuaðstæðunum, hverjar aðferðir eða leiðir eru valdar, annað hvort í baráttu gegn andsnúnu kapítalísku ríkisvaldi, 114

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.