Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 33
Hvernig stendur á að alþýða manna sættir sig við
þennan vitahring, — að hlaupa hratt til að standa
i stað?*
Voldugustu fjölmiðlarnir telja henni trú um að
verðhækkanirnar séu einskonar óhjákvæmilegt lög-
mál ( — og að nokkru er búið að binda þær í lög).
Hún verði þvi að sætta sig við þetta.
Hverjir eiga þessa fjölmiðla og ráða þeim?
Valdastéttin sjálf og þá fyrst og fremst stór-
kaupmannastéttin, sem beinlínis á Morgunblaðið
og ræður sjónvarpi og útvarpi og hagnýtir í sina
þágu til þess að dylja þennan skollaleik fyrir al-
menningi og rugla hann í rímjnu.
Hvaða áhrif hefur það á þennan „vitahring", að
erlent auðvald fær nú mikla hlutdeild í „islenzku"
efnahagslifi?
Sá hópur íslenzkra valdamanna, sem vinnur að
því sleitulaust að fá útlend auðfélög inn í landið,
reynir að „lokka" þau með lágum launum íslenzkra
verkamanna. Þessir valdamenn munu því vinna að
því að halda laununum lágum, þ.e. fella gengið jafn-
óðum sem kaupgjald hækkar eða beita þrælalögum,
ef þau eru ekki brotin á bak aftur.
Getur verkalýðurinn með faglegri baráttu ein-
vörðungu hækkað kaupmátt launa sinna varanlega?
Reynslan sýnir að það er mjög takmarkað.
Þar sem það aðhald vantar í íslenzkt stjórnmála-
líf, sem erlendis tryggir sæmilega festu í verðlags-
málum, mun atvinnurekendastéttin í krafti síns póli-
tíska valds, rikisvaldsins, beita því til að ná sér
niðri eftir ósigra sína í kaupdeilum. Verkalýðurinn
er faglega svo sterkur og sameinaður að atvinnu-
rekendastéttin sigrar hann ekki í kaupdeilum, —
getur ekki knúið fram kauplækkanir i krónutölu.
Hinsvegar ræður atvinnurekendastéttin ríkisvaldinu
(rikisstjórn, alþingi, bönkum etc.) og beitir þvi lil
þess að ræna frá verkalýðnum því, sem hann hefur
unnið i kaupgjaldsbaráttunni. Venjulega verða ýms-
ar umbætur og réttindi, sem verkamenn knýja fram
i vinnudeilum, varanlegri en kauphækkanir — og
er þó margt af sliku hálfsvikið i framkvæmd á eftir.
* Sjá grein i Rétti 1969, „Kaupgjald og rikisvald",
bls. 68—74.
Hvaða aðferðum lætur atvinnurekendastéttin rík-
isvaldið beita?
Aðalaðferðin er að hækka verðlagið jafnóðum,
stundum að banna svo vísitölugreiðslur á kaup, —
stundum lækka krónuna, fjórum sinnum siðasta
áratug, — stundum að setja gerðardóma á kaup-
gjald, — stundum að banna kauphækkanir —
stundum að banna verkföll. öllum þessum kúgunar-
aðferðum hefur rikisvald atvinnurekendastéttarinnar
beitt síðustu 30. ár.
Hvernig getur verkalýðurinn gert hvorttveggja i
senn: að bæta kjör sin og stöðva verðbólguna að
mestu?
Verkalýðurinn getur það einvörðungu með þvi
að ná úrslitaáhrifum á ríkisvaldið, ná svo sterkum
tökum á því að það verði ekki notað á móti hon-
um, en hann geti hinsvegar beitt þvi til að hindra
að öllum kauphækkunum sé velt út i verðlagið.
Þannig yrði skapað það aðhald að atvinnurekendum
að þeir yrðu i sifellu að bæta rekstur sinn, skera
niður óhóf og eyðslu í atvinnulífinu og koma at-
vinnulífinu i heild á hærra tækni- og skipulagsstig.
Til þess að ná slikum tökum á rikisvaldinu, þarf
verkalýðurinn að verða eins sterkur og sameinaður
á stjórnmálasviðinu og hann er á faglega sviðinu.
Rikisvald, sem verkalýðurinn er úrslitaaðili að, gæti
þannig í senn orðið það aðhald, sem hefur vantað
til að skapa festu i verðlagið, og sú trygging, sem
launafólk hefur saknað til að tryggja að launahækk-
anir þess yrðu raunverulegar. — Auðvitað gerir
þetta kröfu til þess að verkalýðurinn kynni og að
stjórna samkvæmt sínum hag og þjóðarheildarinnar
á öðrum sviðum þjóðlífsins, — en það er annað
mál.
121