Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 2
Bandaríkjanna á Vietnam og útfærzla þess vekur vaxandi andúð og viðbjóð um víða veröld og veldur í æ ríkara mæli pólitískri einangrun Bandaríkjanna í hópi borgaralegra ríkja. Uppreisn hinna snauðu þjóða heims gegn heimsvaldastefnu arðráns og kúgunar verður æ sterkari. Ólafur R. Einarsson ritar í þetta hefti fyrstu grein af þremur um andstæðurnar milli ríkra þjóða og snauðra. Og heimsviðburð- irnir sýna að alþýða þessara landa hefur hafið sókn að nýju: Á Ceylon kemst róttæk alþýðustjórn til valda í kosningum og tveir kommúnistaflokkar, hvar af annar kennir sig við Trotski, sitja þar saman í stjórn frú Bandaranaike. í Chile sigrar forsetaefni Alþýðufylkingar. I Perú stjórna þjóðlegir herforingjar þjóðnýtingaraðgerðum gegn ameríska auðvaldinu, — sem ekki þorir enn að beita hervaldi að fornum hætti. í Boliviu virðist breyting í aðsigi. Hagþróun sósíalistísku ríkjanna heldur áfram að vera hraðari en auðvalds- ríkja, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og viss víxlspor sumsstaðar. En hin pólitísku vandamál í sumum þeirra — deilur Sovétríkjanna og Kína, hernámið í Tékkó- slóvakíu — halda áfram að vera áhyggjuefni sósíalista um allan heim. En þrátt fyrir það heldur hinn sósíalistíski þriðjungur heims áfram að vera valda- bakhjallur vaxandi frelsishreyfingar alþýðu, jafnt í þróuðum iðnaðarlöndum sem fátækum, arðrændum löndum hins þriðja heims. ★ ,,Réttur“ þarfnast aukinnar útbreiðslu. Því er ýmsum velunnurum hans nú sent skjal til söfnunar nýrra áskrifenda. Vonum við að þeir bregðist vel við í verki. En þeir, sem ekki skyldu fá slíkt en vildu þó safna, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við ritstjórann.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.