Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 40
þeir hert á bardagaaðferðum sínum upp á
síðkastið, vafalaust vegna pyndinga lögregl-
unnar á félögum þeirra í fangelsunum. Rán-
in á sendimönnum erlendra ríkja eru beztu
dæmin. Aður vöktu mesta athygli verk eins
og t.d. innbrot þeirra í spilavíti auðkýfinga,
þar sem þeir rændu jafnvirði ca. 20 miljóna
ísl. kr., en skiluðu drykkjupeningum þjón-
anna, — eða er þeir rændu bankaeiganda
einum og neyddu hann til að gefa fé til að
byggja sjúkrahús fyrir verkamenn og einn
alþýðuskóla. Tupamaros hreyfingin er greini-
lega mjög vel öguð og skipulögð.
SUÐUR-
AFRlKA
Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna
fer helmingur af öllum þeim aftökum, sem
fram fara í heiminum, fram í Suður-Afríku.
Það er vegna hagsmuna enskra og banda-
rískra auðfélaga í því fasistaríki, að ákvarð-
anir Sameinuðu þjóðanna gegn Apartheid
fást ekki framkvæmdar til fulls.
Á Roben Island, djöflaeyja fasistanna,
dveljast hundruð pólitískra fanga, þar á með-
al Abram Fischer, Nelson Mandela o.fl. Einn
pólitískur fangi, George Mduduzi Mbela, sem
var þar í fimm ár, lýsti nýlega í tímaritinu
„Sechaba", málgagni African National Con-
gress, hinum svívirðilega aðbúnaði fanganna
og flutti kveðju frá þeim.
Uti fyrir fangelsunum heldur hin fasistiska
kúgun áfram:
Frú Winnie Mandela, kona leiðtogans,
hafði ásamt 20 öðrum ákærðum verið sýknuð
af ákærum í febrúar — og verið handtekin
um leið — og átti ásamt hinum að koma fyr-
ir rétt aftur í ágústbyrjun, en þá var sagt að
hún væri „of veik”. Ymsir af föngunum höfðu
128
Frú Mandela (t.h.) 1962 við réttarhöldin i Pretoríu.
auðsjáanlega verið pyntaðir. í ágústlok hóf-
ust svo réttarhöldin og átti frú Mandela og
fleiri þjóðfrelsissinnar dauðadóm yfir höfði
sér. Þrír, sem ekki komu, voru sagðir myndu
bera vitni, — hafa sem sagt verið píndir til
að bera ljúgvitni, — en einn þeirra kom síðar
fram á geðveikrahæli og var auðsjáanlega
breyttur maður og mundi ekkert hvað gerzt
hafði síðustu 100 dagana. En 19 af 20 sak-
borningum voru í september sýknaðir fyrir
dómstólnum. En fasistastjórnin mun ekki
létta ofsóknunum þessvegna.
Ihaldsstjórnin brezka hefur nú tekið upp
stuðning við fasistana í Suður-Afríku með því
að selja þeim vopn, svo sem Frakkland og
V.-Þýzkaland hafa gert, en ríkisstjórn Wil-
sons hafði hins vegar neitað því.
CABORA
BASSA
Cabora-Bassa-stíflan í ánni Sambesí í Mos-
ambík í Afríku á að verða einskonar efna-