Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 21

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 21
ið" fyrst og fremst álagningarfrelsi, — og hlutverk flokks þeirra og ríkisvaldsins fyrst og fremst að tryggja þeim gróða. I persónu- legri skammsýni þessa hóps verða stöðu- táknin („statussymbolið"), fínir bílar og lúx- usvillur, þeim þýðingarmeiri en togarar og fiskiskip sem undirstaða atvinnulífs og í fé- lagslegri þröngsýni sinni bera þeir ábyrgð á því að hafa kallað erlendan her og útlent auðvald inn í landið — til yfirdrottnunar og arðráns. Afleiðingarnar af þessari skammsýni yrðu hinar sömu og af vísvitandi landráðum: Með vaxandi valdi erlends auðmagns á Islandi — jafnt Alþjóðabanka sem stóriðju- hringa, — færist raunverulegt vald í hendur þessa auðmagns og íslenzkir atvinnurekendur verða meir og meir ósjálfstæðir undirmenn þeirra. Og með auknu afturhaldi og vaxandi ein- ræði hervalds- og stóriðjuklíkunnar í Banda- ríkjunum, vex hættan á að Island verði til frambúðar ósjálfstætt peð hins ameríska auð- kóngs í valdatafli veraldarinnar. Og í blindni sinni reynir ráðandi hópur íslenzkra burgeisa að loka eigin augum fyrir þróuninni og með áróðri síns volduga blaðs og sjónvarps að loka augum alþýðu fyrir hættunni sem fram- tíð Islands er búin af þessari háskalegu þróun. Það er alþýðan ein, sem getur bjargað ís- landi úr greipum erlends auðvalds og her- valds — og bjargað um leið sjálfri sér frá nýju tímabili arðráns og réttindaráns. Burgeisastéttin og aukið vald þeirra flokka, sem hún hefur tangarhald á, er hættan fyrir Ísland. Verkalýðurinn og samstarf hans við róttæka menntamenn og bændur, — og stór- auk vald þess flokks, sem nú er fulltrúi verk- lýðshreyfingar og sósíalisma, Alþýðubanda- lagsins, er eina björgunarvonin fyrir ísland. Alþýðan getur ekki náð völdunum nú, — það væri skortur á raunsæi að ætla það, — en verkalýðurinn og bandamenn hans geta náð úrslitavaldinu í sínar hendur, skapao álíka valdajafnvægi höfuðstéttanna og tókst 1942, nægu valdi til þess að hindra afturhald burgeisastéttarinnar og hinna erlendu yfir- drottnara hennar í því að framkvæma þá pólitík, sem þeir nú hyggja á, — nægu valdi til þess að knýja fram mikið af hagsmuna- málum alþýðu. Hve sterkt þarf þetta vald að vera til þess að ráða úrslitum? Reynslan frá 1942 sýndi að þá dugði rót- tæk, samfelld forusta í Alþýðusambandinu og stærsm verklýðsfélögunum, svo og sú staðreynd að 20% þjóðarinnar fylgdi Sósíal- istaflokknum og flokkurinn kom sem eini sigurvegarinn út úr þingkosningunum, cn allir aðrir flokkar stóðu í stað eða töpuðu. Þetta vald dugði þá til gerbreytingar á ís- lenzkri pólitík og lífskjörum alþýðu, en hnekkti því afturhaldi, er þá hafði drottnað um árabil og ætlaði sér að færast í aukana með einhverjum svívirðilegustu kúgunarlög- um íslenzkrar sögu, gerðardómslögunum í janúar 1942, þegar verkalýðurinn reis upp undir forustu Sósíalistaflokksins og felldi það frá völdum. Ætla má að álíka vald Alþýðubandalagsins nú og svipuð samstaða verklýðshreyfingar- innar dygði til að vinna ámóta verk. Og aðstæðurnar eru svipaðar nú. Greini- legt er að afturhaldið í Framsókn og íhald- inu ætla sér að sameinast um nýja vinnulög- gjöf: varanlega breytingu til hins verra á vinnulöggjöfinni, sem raunverulega svipti verkalýð verkfallsréttinum með því að gera 109

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.