Réttur


Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1970, Blaðsíða 9
sjá: Árangurinn varð undraverður. Oft hef- ur verið vitnað til þessara bæklinga í stjórn- arandstöðublöðum og verður líka gripið nið- ur í þá hér af handahófi. Sjáum þá fyrst sjö boðorð viðreisnarinnar: 1. Bótakerfi afnumið. 2. Tryggingar tvöfaldast. 3. Tekjuskattur felldur niður. 4. Ríkissjóður hallalaus. 5. Haftaminni verzlun. 6. Jafnvægi í peninga- málum. 7. Vísitölukerfi afnumið. Hér er vitn- að til kaflafyrirsagna sem hver um sig gefur til kynna hvert halda skyldi og verður hér drepið á nokkur þessara leiðarmerkja á við- reisnarvegi. TRYGGINGAR Tryggingakerfið átti að batna stórum en útkoman er ævarandi níðstöng um stjórnar- hætti viðreisnarstjórnarinnar og þó sérílagi Alþýðuflokksins. Á útgáfuári bæklingsins „Viðreisn" voru fjölskyldubætur fyrir hvert barn 2.600 kr. en eru nú 4.380 kr. á ári, en ættu að vera til þess að vera jafngildar í kaupmætti um 9-600 krónur — þyrftu því að hækka um meira en 100% til þess að ná kaupmætti ársins 1960. Elli- og örorkulífeyrir á ári nam kr. 25.920, en er í dag 54.300 — í báðum tilvikum miðað við einstakling. Upphæðin hefur að sönnu ríflega tvöfaldazt í krónum en til þess að halda sama kaup- mætti í dag og 1960 þyrftu ellilaunin að vera kr. 95.904,00 á ári! Þetta eru sumsé efndirnar á einu hinna fögru fyrirheita við- reisnarinnar. TEKJUSKATTUR Með fyrirsögninni „Tekjuskattur felldur niður" var átt við að tekjuskattur skyldi felldur niður af almennum iaunatekjum. I því skyni var ekki lagður tekjuskattur á fyrstu 70.000 króna tekjur barnlausra hjóna, en meðaltekjur eru samkvæmt bæklingnum þá taldar vera 60.000—70.000 krónur. Þetta fyrirheit um niðurfellingu skatta af lágtekj- um hefur ríkisstjórnin efnt á þennan hátt: Frádráttur til tekjuskatts 1960 fyrir einstakl. 50.000 b) fyrir hjón 70.000 c) vegna barns 10.000 d) v. heimilisst. 20.000 þyrfti að 1970 veraa.m.k. 112.000 185.000 156.800 259-000 22.400 37.000 44.800 74.000 Með orðunum „þyrfti að vera a. m. k." er átt við að bæmrnar hefðu þurft í dag að nema nefndri upphæð til þess eins að halda óbreytt- um kaupmætti. Rétt er að hafa í huga að á sama tíma og ríkissjóður sjálfur hefur æ lengra seilzt í vasa launafólks eftir tekju- skattinum hefur jafnframt verið notuð óbein skattlagning í ríkari mæli en áður. Það var „viðreisnar'-stjórnin sem lagði á söluskattinn 1960 en það ár var áætlað að hann næmi 280 miljónum króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að ríkissjóður hefði í tekjur af söluskatti 2.544,5 miljónir króna og var þá miðað við 7,5% söluskatt, en hann hækkaði eins og kunnugt er enn vegna EFTA-aðildar 1. marz í vemr þannig að hann er nú 11 % eða um helmingi hærri en áður. Upphæðin er svo enn hærri vegna aukins innflutnings og umsetningar verzlana í landinu í kjölfar betri kaupmáttar sem verkalýðshreyfingin náði fram í vor. Ef svo er miðað við að söluskatmrinn hefði hækkað „eðlilega" frá 1960 til þessa árs hefði hann átt að vera 1.036 miljónir króna í dag í stað um 4.000 miljónir króna sem hann gæti orð- ið í ár. VÍSITÖLUKERFI AFNUMIÐ Allan valdátíma sinn hefur ríkisstjórnin streitzt við að afnema vísitölutryggingu 97

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.