Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 2
að því að brjóta niður Evrópuviðskiptin, einkum þó við sósíalistísku löndin.
Árið 1958 var t.d. útflutningur íslands til sósíalistísku landanna um 30% út-
flutnings vors, en 1971 var þetta hlutfall komið niður í 10%.
Nú fer drottnunarvald Bandaríkjanna dvínandi eftir ófarirnar í Víetnam og
óstjórnina á efnahagsmálum heima fyrir. Dollarinn er fallinn um 20% síðan
flúið var frá gullfætinum. Og gjaldeyriskreppa auðvaldsheimsins er óleyst
enn, máske viðskiptastríð yfirvofandi samfara sviftingum á kauphöllum al-
þjóðabrasks.
ísland naut þess, er dollarinn var ofskráður. Það geldur þess nú, er hann
fellur og stór hluti útflutnings vors fer til Bandaríkjanna.
Þetta þarf að kenna okkur að við íslendingar verðum að reyna að stjórna
öllum viðskiptamálum vorum sem einni heiid með þjóðarhagsmuni fyrir
augum en ekki láta hendingu eða hagsmunabrask hundraða heildsala ráða
því hvað er keypt og hvar er keypt það, sem þjóðin þarfnast — eða er ginnt
til að girnast í svipinn. — Oll þessi mál þurfa íslenzkir sósíalistar að taka
til alvarlegrar umræðu og aðgerða síðar og verða þau ekki efni í þessu
hefti Réttar.
Þjóðin hefur orðið að hörfa í gengismálum sakir áður tengdra viðskipta-
banda og samtíma vélráða — og með þessum þrem skrefum aftur á bak
er hún komin á gjárbarminn. Hefði nú verið afturhaldsstjórn auðvalds við
völd, hefði alþýðu manna nú enn einu sinni verið hrundið niður í það hyl-
dýpi atvinnuleysis, landflótta, kaupbindinga og þrælalaga, sem við þekkjum
frá viðreisnarárunum. En nú á alþýða Islands einskis annars úrkosta, ef hún
ætlar að varðveita vald sitt og lífsafkomu svo sem verða má í hamförum
náttúru- og þjóðfélagsafla, en að sækja fram til gerbreytingar á efnahags-
og atvinnulífi landsins, til þess að útrýma þeim óskapnaði, braski og of-
hleðslu, sem hvílt hefur sem mara á alþýðu manna undanfarið og ofþjakar
henni nú, ef hún ætlar að láta bjóða sér það að bera allt það bákn, þegar
harðnar á dalnum.
Vafalaust verða þessum málum gerð nokkur skil í næsta hefti Réttar. En
nú skipa atburðirnir voveiflegu í Eyjum og efnahagsmálin eins og þau voru
í janúar höfuðsessinn í hefti þessu ásamt sögulegum og fræðilegum grein-
um.
Oft hefur verið um það beðið af gömlum kaupendum Réttar að skýrt væri
frá því hve mörg hefti — og hvernig merkt — komu á hverju ári.. Nú er
birt í auglýsingaörkinni skrá yfir hve mörg hefti komu í hverjum árgangi og
hvernig merkt frá upphafi vega.
Þá eru og mörgum áskrifendum send póstkort með þessu hefti og þess
óskað að þeir reyni að afla Rétti nýrra áskrifenda. Við vonum að þeim finn-
ist Réttur verðskulda það og hann þarfnast þeirra. Póstkortið má láta ófrí-
merkt í póst, þegar búið er að útfylla það og þeir, sem vilja fá eldri árganga
af nýja Rétti með sérstökum kjörum geta óskað þess enn.