Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 6
enn meiri eftir náttúruhamfarirnar í Eyjum. Og enn hefur vaxið nauðsyn þess að Banda- ríkjaher rými landið. Það er strax nokkur prófsteinn á hver hugur fylgir samúð þeirra vegna Heimaeyjargossins, hvort þeir rýma strax og tafarlaust leiguíbúðir hersins í Kefla- vík eins og bæjarstjórnin þar hefur einróma óskað vegna Vestmannaeyinga. Við vimm það ósköp vel Islendingar, ef við íhugum málin opnum augum að við erum til trafala á þessu landi bæði fyrir Breta og Bandaríkjamenn. Brezka útgerðarauðvald- ið vildi helzt að við værum ekki til og þeir gæm haft sína verstöð hér og veitt að vild og óáreittir. Og Bandaríkjastjórn yrði því fegn- ust að hér væri engin þjóð að flækjast fyrir henni með þjóðarstolt og sjálfstæðisdrauma, en hún gæti haft hér sínar herstöðvar eins og hún óskaði 1945. Bandaríska hervaldið og brezka auðvaldið verða að láta sér nægja í stað óbyggðs lands, er væri auðveld bráð, — að eiga sér hér er- indreka, sem — hvaða hættur sem yfir Is- landi hafa vofað síðustu áratugi, efnahags- legar eða hernámslegar, hafa aldrei séð nema eina: hætmna frá Sovétríkjunum, sem aldrei hafa gert Islandi annað en gott — og hafa þeir erindrekar eftir mætti reynt að trylla þjóðina og villa með þeim áróðri. En við Islendingar ætlum nú samt, að vera hér og að lokum ráða landi voru og sjó — einir og frjálsir — hvað sem okkar voldugu nágrannar segja. Engin Heimaeyjargos, ekkert hernám, eng- ar heimatilbúnar kreppur né ofsóknir og galdrahríðar skulu megna að flæma oss á brott. Þetta er okkar land, en ekki útvirki eins eða neins, hvort sem slíkt heitir Atlanz- hafsbandalag eða eitthvað annað. En skilyrði til þess að okkur takist það er að moldvörpu- andinn nái aldrei þeim tökum á þjóðinni að hann megni að lítillækka hana, né gróða- græðgin að gagnsýra hana svo að hún glati manngildis-mati sínu og -hugsjónum. III. HEILAGAR KÝR OG FÉLAGSLEGT RÉTTLÆTI Yið vitum enn ekki hve þungbært þetta eldgos verður þjóðinni, hve lengi það stend- ur, hve mikið það eyðileggur. En ætíð er bezt að vera við því versta búinn, þó menn voni það bezta. Þegar þrengir að í fjölskyldu, eru gerðar ýmsar ráðstafanir til sparnaðar. Svo ætti og að vera, ef tal um þjóðarfjölskyldu væri meir en orðin tóm. Auðvitað ætti þjóðin, er hún þarf að gera sameiginlegt átak fyrst og fremst að láta það gerast á kostnað alls óreiðubáknsins í braski og viðskiptum í þjóðarbúinu. Auðvitað ætti fyrst og fremst að skipuleggja allan þjóðar- búskapinn betur, er hann verður fyrir áfalli: skipuleggja olíusölu, vátryggingarstarfsemi, innflutningsverzlun, bankarekstur o. s. frv. einvörðungu með þjóðarhagsmuni fyrir aug- um. Og skyldi ekki ýmsum koma til hugar, þegar þröngt gerist um hraðfrystihús og fiski- mjölsverksmiðjur, ef báknin miklu í Eyjum verða óstarfhæf um skeið, að bemr hefði farið á, ef slík hús hefðu frá upphafi verið eign hins opinbera, en máske rekin af stjórn- um, sem samtök sjómanna og útgerðarmanna og vinnandi fólks í landi kysi. En það þýðir lítt að bollaleggja um slíkt. Til þess að koma félagslegu réttlæti og skyn- samlega skipulögðum þjóðarbúskap á bresmr alþýðu pólitískt vald og svo kann að fara að hún verði sjálf að axla þyngstu byrðarnar, er þjóðarógæfu ber að höndum. Oft hefur farið svo áður innanlands og utan. Auðmannastétt- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.