Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 60

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 60
í rauninni barizt. Ég er viss um að þér skiljið það. En hvað mig snertir, get ég sagt yður eitt með fullri vissu. Ég vil heldur vera blátt áfram embættismaður kommúnistiskrar rík- isstjórnar en forsætisráðherra Frakklands, sem Ameríkanar ráða." Þessi ummæli þykja nú í kosningahríðinni kippa fótunum undan andkommúnistískum æsingum Gaullista. En skyldu þau ekki líka koma sumum íslenzkum aftan-í-ossum Ame- ríkana, sem misst hafa alla þjóðerniskennd, spánskt fyrir sjónir? HUNGUR OG HERGÖGN FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnri 30. okt. 1972 að 170 miljónir mæðra og barna í þriðja heiminum syltu. Hver af þessum þyrfti dag- lega að fá viðbótarskammt sem samsvaraði t.d. 100 grömmum af hveiti, 80 grömmum af þurrmjólk og 10 grömmum af sykri. FAO hefur ekki fé til að kaupa þessi matvæli, stofnunin getur aðeins látið 564 þús. börn- um og 132 þúsund mæðrum eða vanfærum konum þennan matvælaskammt í té, — eða aðeins 0,4% þeirra, er hungra. — En ofan- greind hjálp er dygði eitthvað myndi kosta 260 miljónir dollara á ári. 31. okt. 1972 var tilkynnt í heimsblöðun- um að eytt væri í herbúnað í heiminum 210.000 miljónum dollara. Hernaðarút- gjöld Bandaríkjanna á yfirstandandi fjárhags- ári eru 76.000 miljónir dollara. EITUR-AUÐHRINGIR Thalidomid-„lyfið", sem olli vansköpun barna, ber á ensku nafnið „Contergan". Fram- leiðandi þessa „lyfs" í Englandi er „Distillers Company," stærsti framleiðandi sterkra drykkja í heiminum. „Johny Walker", „Black and White", „Haig", „White Horse" o. fl. eru whisky-tegundir hringsins, „Gordons" o. fl. gintegundir, svo eitthvað sé talið af fram- leiðslu hans. Auðhringur þessi neyddist ný- lega til að borga 410 vansköpuðum börnum nokkrar skaðabætur, eftir að hafa í tíu ár þverskallazt við að greiða. Það vár ekki fyrr en almenningur, stór- verzlanir og stór hótel höfðu sett bann á framleiðslu auðhringsins að stjórn hans lét ✓ undan. Arleg velta auðhrings þessa er um 100 miljarðar ísl. kr., starfsmenn um 20.000. Ekki hefur því auðhring þennan vantað fé. Hann ræður 60% whisky-markaðarins í heiminum. Utflutningur hans á þessum sterku vínum hefur margfaldast. Gróðinn er gífurlegur: 15510 miljónir ísl kr. 1972. Af þeim fóru 6072 miljónir kr. til hluthafanna. Einn þeirra er Sir Alec Douglas-Home, ut- anríkisráðherra Breta (20.000 hlutabréf). ZULU Zulu-ættflokkurinn er einn af harðgerð- ustu þjóðflokkum, sem í Suður-Afríku búa, og berst með ýmsu móti fyrir frelsi sínu gegn fasistastjórninni, sem þrengir kosti hans á ýmsa vegu. I um það bil 50 ár um miðbik 19- aldar voru Zulu-ar einn voldugasti ætt- flokkur í sunnanverðri Afríku og hermenn með afbrigðum, þótt frumstæð væru vopn þeirra, mismunandi gerð spjóta. Zulu-ar eru af Kaffa-kyni, sem tilheyrir hvað tungu snertir Bantu-negrum. Engels dáðist í bók sinni „Uppruni fjöl- skyldunnar, einkaeignaréttarins og ríkisins" (1884) mjög að Zulu-ættflokknum ekki sízt fyrir hetjulega vörn hans, er Bretar réðust 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.