Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 25
Þá sýndi valdasamsteypan í Bandaríkjunum yfirdrottnunarfés sitt grímulaust. Það var ekkert kjaftæði um „lýðræði", „kommúnista- hættu" eða þess háttar, — aðeins ósvikið landvinninga- og herdrottnunar-brölt. Island gat þá verið hugsað sem útvirki amerískrar yfirdrottnunarstefnu gegn róttækri Evrópu, því þá var samstjórn með kommúnistum í Frakklandi og Italíu, ríkisstjórn Verkamanna- flokks að völdum í Englandi, samkomulag hernámsveldanna um þjóðnýtingu stóriðjunn- ar í Þýzkalandi o. s. frv. Islenzka nýsköpunarstjórnin neitaði fyrir tilstilli Sósíalistaflokksins að ganga að þess- um kröfum. 30. marz 1949 var Alþingi blekkt til að ánetjast Atlanzhafsbandalaginu — með þeim yfirlýstu skilyrðum að aldrei skyldi vera her ✓ á Islandi á friðartímum, skilyrði vottfest af utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 5. maí 1951 framdi ríkisstjórn Islands svo þau landráð að kalla erlendan her inn í landið án samþykkis Alþingis. Síðan hafa í tvo áratugi flest stærstu blöð landsins, útvarp og sjónvarp — undantekn- ingarlítið — unnið að því að heilaþvo þjóð- ina, til þess að telja henni trú um að her þessa níðingsvalds væri hér til þess að vernda hana, — að Atlanzhafsbandalag nýlendu- veldanna væri til þess skapað að vernda lýð- ræði í heiminum (t.d. í Angola, Mosambique, Grikklandi og Tyrklandi) — og það hefur tekizt að telja allmiklum hluta þjóðarinnar trú um þessar fjarstæður. Það hefði vafalaust með álíka áróðursmætti verið hægt að telja álíka miklum hluta hennar trú á meygetn- aðinn eða helvíti, — sem meirihluti hennar mun hafa trúað á fyrir einni öld. Og hefði dönsk yfirstétt haft álíka áróðurstæki í sinni þjónustu á Islandi og amerísku valdhafarnir hafa haft sakir þjónslundar og undirlægju- háttar íslenzkra flokka og fjölmiðla, þá hefði frelsisbarátta vor við danska drottna orðið erfiðari og lengri en raun varð á. Þegar Sósíalistaflokkurinn sendi út til þjóðarinnar „ávarp til Iislendinga" 8. maí 1951 þá var þáð einmitt slík andleg niður- læging þjóðarinnar fyrir tilstilli valdhafanna, sem hann óttaðist. I því ávarpi stóðu m.a. þessi orð: „StandiS vörð gegn því hernámi hugans og hjartans, gegn forheimskvuninni og þýlynd- inu, sem leppblöðin og leppflokkar amerísks auðvalds boða, — því það hernám er öllu öðru hœttulegra''. Reynslan sýnir hve rétt þessi aðvörun var. Bandarísku valdhafarnir hafa gert sér mik- ið far um að sýna sig frá sinni „beztu" hlið hvað snertir dvöl hers þeirra á Islandi. En múgmorðin og grimmdaræðið í Viet- nam hefur sýnt öllum íslendingum hið sanna andlit þessa ægivalds amerísku „hernaðar- og stóriðju-samsteypunnar" svo rækilega að það er engin afsökun til fyrir því að halda því fram að íslendingar eigi að þola amerískan her á landi sínu, né heldur fyrir hinu að Is- land eigi að vera í hernaðarbandalagi við Bandaríkin, blóði ötuð frá Vietnam. íslendingum er talin trú um að þeir séu bandamenn Bandaríkjanna — og það er nógu slæmt að vera bandamenn þess illa valds, sem hefur verið að verki í Vietnam. En í raun réttri erum við Islendingar nú bandingjar Bandaríkjavaldsins, höfum fyrir skefjalausar blekkingar og áróður orðið and- legir bandingjar þess. Það er tími til kominn að þjóðin rísi upp og slíti þau bönd af sér. Voðaverk níðings- valdsins í Víetnam, þessi argasti smánarblett- ur vestrænnar yfirdrottnunar, verður að vekja svo samvizku hvers Islendings, sem einhvers metur þjóðararf sinn og einhvern draum á um framtíð þessa lands, að hann uni ekki lengur amerískri hersetu á Islandi né blekk- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.