Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 14

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 14
Það var í Slesíu í Þýzkalandi 1844. Vél- bylting auðvaldsins hafði haldið innreið sína. Neyðin svarf að vefurunum, sem áður höfðu á handverksöldinni lifað við sæmileg kjör. Auðmennirnir hugsuðu — eins og ætíð síð- an — aðeins um að láta vélar sínar og neyð vefaranna veita sér sem mestan gróða. Ars- tekjur vefaranna voru frá 30 til 60 dölum, jægar fjölskylda með þrjú börn þurfti minnst 100 dali til að skrimta. Skorturinn og hungr- ið svarf svo að vefurunum, að jafnvel fanga- vist hegningarfanga var öfundsverð í sam- anburði við kjör þeirra. Eins og Bólu-Hjálmar tjáði neyð íslenzkra kotbænda og leiguliða í kveðlingum sínum um sama leyti, svo mótuðust og einnig söngv- ar vefaranna í Slesíu á þessum árum: böl- bænirnar yfir kúgurunum, — svo sem „blóð- dómurinn'' („Das Blutgericht”) — harðskeytt ljóð, alveg í anda Bólu-Hjálmars, — sem var sungið mikið í þorpum vefaranna allt frá maí 1844 og ritar Karl Marx um það m. a. í grein, sem hann skrifar 31. júlí 1844 og birtist í „Vorwártz" í París 7. og 10. ágúst 1844. Það var 4. júní að vefararnir risu upp til baráttu: fyrstu stéttaátökin milli nútíma verkalýðs og auðvalds Þýzkalands. Vefararnir og aðrir fátæklingar verka- mannastéttarinnar í þorpunum Peterswaldau og Langenbielau réðust á stórhýsi verksmiðju- eigendanna, eyðilögðu bókhaldsbækur og brutu rúður. Það stóð ekki á svari ríkisstjórn- arinnar: 5. júní hélt prússneskur her inn í fátæk vefaraþorpin: skaut 11 vefara til bana, en 24 voru stórsærðir. Vefararnir ráku skot- óða hermennina á flótta með steinum og öxum. En 6. júní megnaði prússneskt ridd- aralið og stórskotalið að brjóta uppreisn hinna vopnlausu, nauðstöddu vefara á bak aftur. Og dómstólar yfirstéttarinnar héldu grimmdarverkum hersins áfram: 80 verka- menn voru dæmdir allt í 203 ára tugthúsvist, 90 ára fangabúðavist og í 330 svipuhögg. Hæsti dómurinn var 9 ára fangelsi. Yfirstétt Þýzkalands hafði kæft fyrstu upp- reisn verkamannanna gegn neyðinni í blóði. En verkalýður Þýzkalands hafði nú í fyrsta skipti risið upp gegn óþolandi kúgun, vakið almenning til umhugsunar um ástandið og hlotið samúð, unnið hug og hjörtu hinna beztu manna, er þá voru uppi. Blaðið „Vor- wártz" í París, sem Marx var í tengslum við, kvað upp hinn harðasta dóm yfir aðförum þýzku yfirstéttarinnar og lauk greininni með þessum orðum: „Oreigar Þýzkalands hafa beðið ósignr en aðeins á yfirborðinu, slesísku vefaramir eru fallnir frumherjar sigursællar framtíðar." Um allt Þýzkaland hófust nú verkföll: I Berlín og Magdeburg, í Prússlandi og Sax- landi, — allstaðar tóku nú verkamenn hinna ýmsu iðngreina að heyja baráttu sína gegn hinni nýju ánauð og eymd. I ljóð beztu skálda þjóðarinnar, svo sem Heinrichs Heine, Ferdinand Freiligraths og Georgs Weerths „færist máttur og ægikyngi af nýjum toga". Stórfenglegast af öllum þessum ljóðum, er áttu kveikju sína í barátm vefaranna, og eitthvert magnþrungnasta byltingarkvæði bókmenntasögunnar yfirleitt er „Vefjarslag- ur" Heines („Vefarar Slesíu"), sem birtist með grein þessari í þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar. Sjaldan, máske aldrei, hefur máttarvöldum stéttaþjóðfélagsins verið rist svo listrænt níð. Það varð að áhrínsorðum, sem þessi mesti stílsnillingur þýzkrar tungu kvað fyrir munn hinna þrautpíndu vefara, — bölbænirnar, sem hann bað kúgurum þeirra, hrinu að lok- um á þeim. Það var aðeins nokkrum vikum eftir upp- reisn vefaranna í Slesíu að Heinrich Heine orti þetta ódauðlega kvæði sitt, óf í nafni 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.