Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 63

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 63
23. janúar: Um kl. 2 um nóttina tekur að gjósa á Heimaey. Nýtt fjall myndast sem senn verður hærra en Helgafell. Nær allir Vestmannaeyingar fluttir á land strax um nóttina. Mörg íbúðarhús í Eyjum verða eldi að bráð, en fleiri skemmast vegna gjall- falls. Þjóðarbúið allt verður fyrir verulegu tjóni. Atvinnutæki ekki nothæf í Eyjum í vetur. Eyjamenn sjálfir missa eignir sínar margir hverjir og búa við óvissuástand. 1. febrúar: Ríkisstjórnin hefur samið frum- varp til laga um fjáröflun til Viðlagasjóðs vegna náttúruhamfaranna í Eyjum. Tekju- stofnar sjóðsins verði m.a. þannig að launa- menn fresti kauphækkun sinni sem koma á til framkvæmda 1. marz — 6—7% um sex mánuði en andvirði greiði atvinnurekendur í sjóðinn. Ennfremur greiði sjómenn, bændur og atvinnurekendur sérstök gjöld til viðlaga- sjóðs. (Sjá Þjóðviljann 2/2 1973). Þetta frumvarp fær samþykki allra í ríkisstjórninni, allra þingflokka stjórnarinnar í heild nema tveggja manna í þingflokki frjálslyndra. Björn Jónsson forseti ASI er annar þeirra andvígu. Ríkisstjórnin leggur því til að kos- in verði 7 manna nefnd á alþingi sem geri tillögur um Viðlagasjóðinn. Það er samþykkt og nefndin leggur síðan fram frumvarp um 2.000 milj. kr. fjáröflun til sjóðsins. Nánar verður sagt frá því máli og öðrum fjárhags- vandræðum í tengslum við náttúruhamfar- irnar í næsta hefti Réttar. 2. febrúar: Dómstóllinn í Haag kveður upp þann úrskurð að hann eigi lögsögu í landhelgismálinu. Því er strax lýst yfir af rík- isstjórninni að úrskurður þessi breyti engu um afstöðu Islendinga, enda höfum við sagt upp nauðungarsamningunum frá 1961 með löglegum fyrirvara. 9. febrúar: Málstaður Islands í landhelgis- málum hlýtur stuðning í Bandaríkjunum. 22. febrúar: Þing Norðurlandaráðs í Osló samþykkir að skora á ríkisstjórnir Finnlands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar að veita sem svarar 1500 miljónum íslenzkra króna til stuðnings Islendingum vegna hamfaranna í Eyjum. Greiði Finnar, Norðmenn og Dan- ir 20% aðstoðarinnar hver, en Svíar 40%. Þetta er langsamlega stærst allra erlendra framlaga sem borizt hafa vegna hamfaranna á Heimaey. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.