Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 8
ÞRÖSTUR ÓLAFSSON: EFNAHAGS- MÁLIN i. Efnahagsmál hafa á síðustu áratugum og allt fram til þessa dags verið í auknum mæli viðfangs- efni sérhverrar ríkisstjórnar og árangur af starfi þeirra fyrst og fremst metinn eftir því, hvaða tökum þær náðu á efnahagsmálum. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég fagni þessu heldur fremur með nokkrum trega, þvi þjóð sem hefur engin önnur áhugamál er bláfátæk og illa stödd, þótt hún ann- ars sé kölluð rík í alþjóðlegum hagskýrslum. Nú mætti segja sem svo, að á meðan einhverjir líði skort hljóti áhugi manna og hugvit að beinast að þeim vandamálum, sem snerta lifsafkomu ein- staklinga öðru fremur. En samhengið milli mikilvægis efnahagsmála og skorts virðist hafa neikvætt formerki. Eftir þvi sem við fjarlægjumst þjáningar skortsins og nálgumst allsnægtaþjóðfélagið meir, þeim mun ákafari verða umraaður um efnahagsmál og vandamál þeim sam- fara taka stærra rúm í hugarheimi þjóðarinnar. Ég vildi með þessu undirstrika að efnahagsmál eru aðeins einn hluti þjóðmálanna og óhugsandi er að gera miklar breytingar á efnahagskerfinu, ef ekkert er aðhafzt á öðrum sviðum þjóðlífsins. Skipan efnahagsmála endurspeglar á hverjum tíma vilja þeirra sterku, staðreyndir hagkerfisins og stjórnmálalega vitund þjóðarinnar. Meðan meirihluti þjóðarinnar er sammála öllum meginþátt- um i þjóðfélagsskipan okkar verða engar meiri- háttar breytingar gerðar á skipulagi efnahagslífsins. Það er hægt að auka hlutdeild launafólks í þjóðar- tekjum innan þröngra takmarka. Ef farið er yfir þessi takmörk kippir kerfið í, þvi kerfið hefur sina vél og vélin þarfnast brennsluefnis en þetta brennsluefni er gróði atvinnufyrirtækjanna. I reynd eru flest ef ekki öll efnahagsvandamál okkar hag- kerfis fólgin í fallandi gróða fyrirtækja. Léleg lífsafkoma eða lág laun hafa aldrei verið flokkuð undir efnahagsvandamál, nema þegar þverrandi kaupmáttur er farinn að virka sem minnkandi eftir- spurn, er hefur í för með sér minni umsetningu fyrirtækjanna og þar með fallandi gróða. Það er gagnlegt að hafa þetta í huga við mat okkar á nýgerðum efnahagsaðgerðum. Við vitum að þær aðgerðir voru engin sérstök hetjudáð og samþykktar til þess að forða öðru verra — falli ríkisstjórnarinnar, en það hefði verið óbætanlegur 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.