Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 40
sjálft Sambandið, — og með þeim öllum uands- bankinn, — sem eftir stóð er Islandsbanki varð gjaldþrota — líka raunverulega á hausnum. Kreppa hins „frjálsa" kapítalisma hafði fengið að segja til sin. Kapítalisminn er efnahagsleg harðstjórn, þar sem þeir veikari verða troðnir undir og þeir sterku og auðugu verða æ sterkari, allt samkvæmt lög- málum hins „frjálsa", óhefta auðmagnsskipulags. Islenzk burgeisastétt elskar og dáir kapitalism- ann, hún vill fá að hafa hann, — þ.e.a.s. græða samkvæmt tilgangi hans, en losna við að lúta þeim harðstjórnarlögmálum hans að þeir veikari fari á hausinn og þeir sterkari sölsi æ meir og meir undir sig. Hún vill með öðrum orðum að þjóðfélagið taki sig á framfæri, — tryggi sér með ákveðnu verð- lagi á afurðunum og ákveðinni álagningu á vörun- um að allt beri sig. En þetta sama þjóðfélag á að láta hana eina um hve vitlausan hún hefur atvinnu- rekstur þess, — sem hún kallar sinn. ÞRfSKIPTINGIN INNAN BURGEISASTÉTTARINNAR Þegar þróun kapítalismans er rakin erlendis, er henni venjulega skipt niður í þrjú þróunarstig, a. m. k. fram að siðari heimsstyrjöld. Þau eru: 1) stig verzlunarauðvaldsins, — 2) stig iðnaðarauðvalds- ins, — 3) stig fjármálaauðvaldsins („finanskapital"). Venjulega er þessi þróunarsaga miðuð við Eng- land og önnur helztu auðvaldsríki Evrópu. Verzl- unarauðvaldið er frumstig kapítalismans, iðnaðar- auðvaldið tekur við og drottnar á 19. öldinni, en „fjármálaauðvaldið", þróunarstig hinna miklu sam- steypa auðhringa og einkabanka, er almennt talið hefjast um 1890 og tekur siðan nokkurri mynd- breytingu, er það tekur að beita rikisvaldi sínu æ meir í tengslum við atvinnulíf sitt, til þess að tryggja gróðann og markaðina. Hér á landi er þrískiptingin innan burgeisastétt- arinnar all glögg: Verzlunarvaldið, — stórútgerðin, — iðjuhöldarnir. En hér er ástandið innan atvinnurekendastéttar- innar þver öfugt við það, sem er í erlendum auð- valdsþjóðfélögum. Þar eru samsteypur stóriðju- valds og einkaþanka hið drottnandi afl, forusta burgeisastéttarinnar. Hér á landi er verzlunar- eða viðskiptavaldið hið drottnandi afl í burgeisastéttinni, eins og á frum- stigi auðvaldsskipulagsins eða i nýfrjálsum löndum. Þessu valda ýmsar sögulegar og þjóðfélagslegar aðstæður: Hið danska verzlunarauðvald var áður drottnandi afl á Islandi og hélt landinu niðri á nýlendustigi. Þegar fullveldi fékkst 1918 og stéttaflokkar mynd- uðust í íslenzkum stjórnmálum, var það dansk- íslenzkt verzlunarvald, — íslenzkir og danskir stór- kaupmenn, sem urðu fyrstir innan atvinnurekenda- stéttarinnar til að skipuleggja sig sem pólitískt stéttarafl og ná á sitt vald mikilvægu málgagni — Morgunblaði Vilhjálms Finsen, — með þvi að ógna honum í krafti auglýsingamáttar síns, til þess að afhenda þeim það. Stétt stórkaupmanna hafði þannig fengið pólitískt forskot gagnvart öðrum hlutum íslenzkrar borg- arastéttar, þegar flokkar stéttabaráttunnar hófust handa á sviði stjórnmálanna. Stétt togaraeigenda, — íslenzkra stóriðjuhölda á hafinu, — var fámenn og það tímabil varð stutt, er þeir virtust ætla að verða forustusveit burgeisa- stéttarinnar: Sala togaranna eftir kröfu Banda- manna 1916 veitti þeim högg, — gengishækkun sú, er Jón Þorláksson framkvæmdi 1926 sem fulltrúi verzlunarvaldsins, var hart högg á þá, sem þeir höfðu ekki náð sér eftir er kreppan og verðfallið kom 1931 og veitti þeim rothöggið. Aðeins um örstuttan tíma síðar, náði útgerðar- auðvaldið þeirri aðstöðu að geta haft forustu innan burgeisastéttarinnar i stjórnmálum: Það var með nýsköpunarstjórninni og þá vegna samstarfs við verkalýðsstéttina og pólitíska forustu hennar og þá jafnframt við smáútgerðina alla. Síðan tók ameríska auðvaldið í taumana 1947 — og ætlaði sér þá að stöðva frekari þróun sjávar- útvegsins (Marshalllán mátti ekki veita til togara- kaupa). Iðnaður var á fyrri helmingi aldarinnar það veik- ur að iðjuhöldastéttin mátti sín lítils innan burgeisa- stéttarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Við þessar þjóðfélagslegu og sögulegu aðstæður bættist svo að togaraeigendur hafa — þegar Ólafur Thors er undanskilinn — aldrei eignast dugandi fulltrúa á Alþingi, útgerðarmannastéttin sem slík engan raunverulegan forustumann í stjórnmálum, — satt að segja hafa sósíalistar helzt orðið til að tryggja stöðu útgerðarinnar í íslenzku þjóðfélagi sem undirstöðu að atvinnuöryggi verkamanna og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, — enda hefur það oft heyrzt síðustu tvo áratugina að útgerðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.