Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 29
AFLIÐ AÐ BAKI HEIMSVALDASTEFNUNN! Vinstri menn og þá einkum sósíalistar og komm- únistar eru oft ásakaðir fyrir að kalla bandarikja- menn, v-þjóðverja og ibúa annarra auðvaldslanda ,,slæmt fólk". Er þetta rétt? Nei. Alþýðan í heimsvaldasinnuðu löndunum ósk- ar hvorki eftir heimsvaldastefnunni eða græðir á henni. Þeir sem græða á henni eru aðeins lítill hópur auðmenna og fylgisveinar þeirra. Heims- valdastefnan er rökrétt afleiðing af ójafnri þróun auðvaldsins í heiminum og auðvaldsherrarnir veita henni framgang vegna þess að markmið þeirra er: Að standa sig í samkeppninni við auðvald og ein- okunarauðvald annarra landa. Þessi samkeppni þvingar fram samþjöppun fjármagnsins og heimtar nýja og stærri markaði. HEIMSVALDASTEFNAN ÞRÓAST Einokunarhringarnir eru ætið á veiðum eftir meiri arði, eins mikilli arðaukningu og mögulegt er, til þess að geta staðið sig i samkeppninni. Stóru og ríku fyrirtækin keyptu smám saman upp þau minni og fátækari sem ekki stóðust samkeppnina. I lok síðustu aldar voru orðnir til geysistórir auð- hringar, sem sameinaðir voru bankaauðvaldinu. Auðhringarnir gátu orðið ráðið markaðsverðinu og við það fengu þeir nær algera einokun, hver á sin- um markaði. — Krupp í Þýzkalandi, Rockefeller i Bandarikjunum. — Upp úr aldamótunum hefst grimmileg innbyrðis samkeppni á milli auðhring- anna. Það sem mest var um vert var að fjárfesta þar, sem ágóðinn var mestur. Afleiðingin af þessu varð hið ægilega kapphlaup landanna i Evrópu og Bandaríkjunum um að útvega sér nýlendur. Þar gátu einokunarhringarnir fjárfest í hráefnum og ó- dýru vinnuafli. Heiminum hafði verið skift upp í áhrifasvæði auðhringanna. HEIMSSTYRJALDIR OG ENDURSKIPTING HEIMSINS Um 1900 var allur heimurinn skiftur á milli rikja heimsvaldasinna. En baráttu auðvaldsins um áhrifa- og arðránssvæði var ekki lokið þrátt fyrir það. Þró- unin í auðvaldslöndunum varð langt frá því jöfn, og það landið, sem lengst var komið í auðvalds- þróuninni varð að lita í kringum sig eftir nýjum svæðum til að fjárfesta á og nýjum mörkuðum til að selja vöru sina, til þess að ekki yrði um stöðn- un að ræða. En það sem heimurinn var þá þegar skiptur i áhrifasvæði, varð afleiðingin sú að auðhringarnir voru i stöðugri baráttu um að skipta heiminum upp á nýtt. Tvisvar hefur þetta leitt til heims- styrjalda. Árið 1913 skrifar málgagn þungaiðnaðarins í Þýzkalandi: „Hvað sem það kostar — jafnvel stríð — verður að útvega nýja útflutnings- og sölu- markaði." (Berliner Neuste Nachrichten). Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina varð alvar- legur skortur á hráefnalindum og mörkuðum fyrir þýzkt einokunarauðvald. Þýzku auðhringarnir studdu þess vegna Hitler og báru hann fram til valda. Á dögum Hitlers og nazismans í Þýzkalandi sýndi einokunarauðvaldið að það eru ekki til nein takmörk fyrir því hvernig arðránsþorstanum skal svalað. Krupp, I. G. Farben o. fl. byggðu verksmiðjur í tengslum við einangrunarbúðir nazista. Gyðingar og striðsfangar unnu við kjör, sem voru óbjóðandi lifandi verum, þar til þeir létust. Heimsvaldastefnan og hagsmuni alþýðunnar eru eins og eldur og vatn. Heimsvaldasinnar og alþýða allra landa eiga enga hagsmuni sameiginlega. Alþýðan vill frið og sjálfsákvörðunarrétt fyrir þjóð sina til þess að geta þróað land sitt. Heimsvaldasinnar óska eftir og vilja auka arðrán sitt og bæta aðstöðu sína til kúg- unar. Tímabil heimsvaldastefnunnar einkennist af grimmilegum ránstyrjöldum, af miklu rikidæmi fárra og algerri fátækt margra. EBE — HEIMSVALDASINNAÐ EFNAHAGSBANDALAG Upphaf EBE — Eftir síðari heimsstyrjöldina lá Evrópa í rústum, en Bandaríkin voru þá sterkari en nokkru sinni áður og höfðu grætt ógrynni fjár á styrjöldinni. Breyting- ar urðu miklar á heimskerfi auðvaldsins á stuttum tima. Auðvaldið tapaði miklum mörkuðum, við að lönd rifu sig úr klóm þess og öðluðust efnahags- legt freisi eða treystu á efnahagsstuðning Austur- Evrópulandanna. Byltingin í Kína varð alvarlegasta áfallið fyrir auðvaldsheiminn. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.