Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 28
Albert
Einarsson:
Heimsvalda-
stefna
EBE — og
Bandaríkin
HVAÐ ER HEIMSVALDASTEFNA?
„Lítum svo á, a8 við töpum Indó-Kína. Falli Indó-
Kína mun skaginn — síðasta landræman þar, varla
verða varin. Við fengjum ekki lengur þaðan tin og
tungsten, sem við leggjum svo mikla áherzlu á að
fá. Á sem kostnaðarminnstan hátt reynum við að
hindra allt það, sem gæti haft alvarlegar afleiðing-
ar í för með sér fyrir öryggi Bandaríkjanna, fyrir
valdastöðu okkar og eiginleika okkar til að fá þá
ákveðnu hluti, sem við óskum eftir af þeim auð-
æfum, sem finnast í Indó-Kína og Suðaustur-Asíu."
Þannig hljóðaði útskýring Eisenhowers forseta,
þegar hann stefndi bandarískum hermönnum til VI-
etnam árið 1954.
Tilvísunin lýsir kjarnanum I heimsvaldastefnunni.
Þjóðarmorðið I Vietnam er heimsvaldastefnan I
verki. Eitt riki ræðst með hervaldi sínu á þjóð ann-
ars lands, kúgar hana og arðrænir, I þeim tilgangi
að verða sér úti um ódýrt vinnuafl, einskonar
þræla.
Til þess að heimsvaldasinnar geti framkvæmt
stefnu sina verða þeir að hafa pólitíska stjórn
þeirra landa, sem þeir kúga, I sinum höndum. Þeir
styðja þess vegna þá stétt eða hagsmunahópa til
valda, sem sjálf græðir á að almenningur sé arð-
rændur. Þess vegna staðsetja þeir herstöðvar sinar
I eða nálægt löndum þeim, sem þeir kúga og sam-
tímis gera þeir kúguðu löndin sér efnahagslega
háð.1) Heimsverzluninni er stjórnað af fáum stórum
auðhringum, sem hafa úrslitaáhrif á rikisvald
heimsvaldasinnuðu landanna (sbr. áhrif auðhring-
anna á kosningabaráttu í Bandaríkjunum og V-
Þýzkalandi).-) Þessir stóru auðhringar eiga stærsta
hluta iðnaðarins og hráefnaauðlindanna í þriðja
heiminum, en mestur hluti hráefnanna er fluttur til
iðnaðarlandanna til fullvinnslu og sölu. T. d. lifir
Ghana nær eingöngu af kakóframleiðslu. Með því
að beita Ghana þvingunum, efnahagslegum og
hernaðarlegum, er auðvelt fyrir auðhringana að sjá
svo um að framleiðsla Ghana verði ekki fjölskrúð-
ugri þar sem þá yrði erfiðara að kúga landið til
hlýðni. Með þvi að selja Ghana ekki þær vörur,
sem fólk þarf á að halda og ekki eru til í landinu,
neita því um lán eða neita að kaupa kakóið o. s.
frv. er landinu haldið í járnkló auðvaldsins og það
verður að hlýða. Slík lönd eru hálfnýlendur. Að
nafninu til eru þau frjáls lönd, en í rauninni eru þau
kúguð og neydd til að fylgja þörf auðvaldsins fyrir
aukinn arð og sveiflunum I auðvaldskerfinu.
28