Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 26
ingarböndum Atlanzhafsbandalagsins á þjóð- inni. En hvað um bandarísku þjóðina, þegar svo er deilt á þá auðjöfra- og herforingja-sam- steypu, sem drottnar yfir henni? Vissulega hefur sú þjóð oft vakið vonir róttækra manna um forustu góðra mála. Þeg- ar Þorsteinn Erlingsson orti „Vestmenn" reit hann m.a. undir fyrirsögn kvæðisins: „Vöktu mannkynið til frelsis 1785. Ondvegisþjóð heims 1893." En hann strikaði þessi orð út, er 2. útgáfa „Þyrna" birtist. Þá hafði hann séð Bandaríkin sjálfur. Auðmannastétt Bandaríkjanna er ógæfa og bölvaldur þeirrar þjóðar sakir þess hvílík tök hún hefur á henni. Það er ekki aðeins að örfáir auðhringar drottni yfir öllu atvinnulífi þjóðarinnar og ráði hinum tveim stóru stjórn- málaflokkum. Oll þau blöð, útvörp og sjón- vörp, sem einhvers mega sín, eru í eigu ör- fárra auðfélaga og móta þjóðina í þeirra anda. „Hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám," — kvað Stephan G. 1899 og það á enn við í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Því hryggilegar sem trúðar þessa auðvalds leika J^essa þjóð eins og síðustu forsetakosn- ingar sýna, Jjví meiri virðingu verðskulda þeir bandarísku menn og konur, sem hugrökk rísa upp gegn níðingsvaldi drottnandi klíku. — Það fólk mun því miður ekki móta pólitík Bandaríkjanna fyrst um sinn, — og jafnvel þótt einhver róttækur maður slysaðist í for- setastól gegn vilja valdaklíkunnar, þá myndi C.I.A. ekki hika við að skipuleggja morð á honum. Morðið á Kennedy í Dallas 1962 sýndi hve auðvelt slíkt er í landi „byssufrels- isins." Vissulega hafa Bandaríkin átt mikilmenni í forsetastól sem allur heimurinn dáir: George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt. Og hvernig leikur valdaklíka Bandaríkj- anna arf þessara leiðtoga nú? Lýðveldið Vietnam var stofnað 1945 sem eitt frjálst ríki einmitt með tilvitnun í þá stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem Jefferson samdi. Ho Chi Minh leiddi einhuga þjóð í frelsisbaráttu hennar sem Washington forð- um. Og nú berst Norðurríki þjóðfrelsisins ásamt frelsissinnum Suðurríkisins fyrir ein- ingu og sjálfstæði vietnömsku þjóðarinnar gegn afturhaldi og erlendum leppum í Suður- ríkinu — eins og Abraham Lincoln forðum, er hann barðist fyrir einingu Bandaríkjanna, sigraði — og féll fyrir morðingjahendi. Valdhafar Bandaríkjanna myrða þessa menn, minningn þeirra, hngsjónir þeirra, daglega í Vietnam. Þeir traðka í svaðið allt sem stórt var og gott í sögu Bandarikjanna, svíkja og svívirða allar þcer hngsjónir, sem be7.tu menn Bandarikjanna hafa barizt fyrir. Stephan G. Stephansson orti svo um Breta í Búastríðinu og hvert orð á við Bandaríkin í dag: „— Ég veit mitt orð til einskis fer, að England smáir slíkan vott, en dropi í huldu hafi hann er! Og heiminum það sem vanstu gott og alt sem varst, og vonum enn að verða munir, stóra þjóð, og fyrir þína miklu menn og mannkyns gagn sem af þeim stóð: Þá áttu helga heimting á um höfuðglæp Jiinn níð að fá," 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.