Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 51
milli þarf að vera á öllum stigum hinnar félagslegu
uppbyggingar, allt frá vinnustöðvaeiningum og til
þeirra er skipa trúnaðarstöður hverju sinni.
Að ytra formi og uppbyggingu er Alþýðubanda-
lagið að flestu leyti sambærilegt öðrum stjórnmála-
flokkum. Það sem skilur á milli felst í starfsaðferð-
um, viðhorfum til fjöldahreyfinga alþýðunnar og
sókn flokksins út fyrir ramma þjóðskipulagsins.
Glæða þarf þá vitund hjá flokksmönnum, að þeir
hafi veigamiklum verkefnum að gegna, þar sem
hver og einn hefur sína ábyrgð. Hinir óbreyttu
flokksmenn láta ekki skrá sig inn í Alþýðubanda-
lagið fyrir siðasakir og sem formsatriði, eins og
oft vill verða hjá öðrum flokkum, heldur vegna
ásetnings þeirra að starfa að almennustu hags-
munamálum verkalýðsstéttarinnar og að umbreyt-
ingu þjóðfélagsins til þess menningarríkis, þar sem
maðurinn er mælikvarði allra hluta. Þeir sem til
forustu veljast hjá Alþýðubandalaginu eða eru
fengin trúnaðarverkefni á vegum flokksins eru
ekki stjórnmálamenn í þeim skilningi, sem borg-
araflokkarnir hafa gefið því orði. Borgaralegur
stjórnmálamaður er málsvari sérhagsmuna og
minnihlutahópa, og hann verður yfirleitt sjálfur að
valdstofnun í þjóðfélaginu. Trúnaðarmenn sósíalísks
verkalýðsflokks keppa ekki að völdum sjálfum sér
til handa og ekki einu sinni fyrir flokkinn nema
sem stundarfyrirbrigði, heldur stefna þeir að því að
fólkið sjálft fái vald yfir lífsskilyrðum sínum. Vitan-
lega starfa þeir að því, eins og aðrir stjórnmála-
menn, að tengja saman persónur, hópa og hug-
myndir. Og vegna hins þjóðfélagslega tilgangs
þurfa tengsl þerira við almenning — ekki aðeins
takmarkaðan hóp flokksféiaga, heldur við hinn al-
menna óflokksbundna mann — að vera miklu nán-
ari og fjölbreyttari en gerist hjá borgaralegum
stjórnmálamönnum. Þetta er undirstrikað með því,
að félagar I sósíalískum verkalýðsflokki eru sem
heild skipulagslega hærra settir en nokkur sá sem
annast trúnaðarstörf fyrir flokkinn, innan hans eða
út á við.
Alþýðubandalagið gegnir tvíþættu hlutverki: Ann-
ars vegar miðar það starf sitt við núverandi þjóð-
félagsgerð og tekur fullan þátt i stjórnmálastarfi á
þeim vettvangi sem þjóðfélagið ætlast sérstaklega
til að sé leikvöllur stjórnmálaflokkanna. Hins vegar
felst í Alþýðublandalaginu ögrun við ríkjandi þjóð-
félagsgerð, þaö viðurkennir ekki réttmæti hennar
°g sættir sig ekki við gildismat hennar. Framtið-
armark flokksins liggur handan við þjóðfélag kapít-
alismans. Það er svo mælikvarði á hugmyndafræði-
legan og pólitískan styrk og þroska flokksins, hve
vel honum tekst að kveikja saman dægurmál og
baráttuna fyrir sósíalismanum.
Hugsjónir sósíalismans minna á, að menn eru
skapendur sinnar eigin sögu. Það er hlutverk Al-
þýðubandalagsins að gera þær hugsjónir að virku
afli i baráttu almennings fyrir breyttum lifsskilyrð-
um og nýju þjóðskipulagi. Flokkurinn þarf að
standa föstum fótum í jarðvegi íslenzkrar sögu og
þjóðmenningar, en jafnframt þarf hann að fylgjast
með því sem gerist I verkalýðsbaráttu og I sósíal-
ískum hreyfingum um víða veröld.
51