Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 24
sem hún síðan ber: „hernaðar- og stóriðju-
samsteypan" — the military-industrial com-
plex.
Þessi samsteypa drottnar nú sem arftaki
nýlendukúgaranna yfir ýmsum þeim löndum
heims, sem Bretar, Frakkar og aðrir réðu fyr.
Þessi samsteypa lét Breta afhenda sér Island
1941 — sem skiptimynt — fyrir 50 gamla
tundurspilla m.a. — Þessi samsteypa tók við
Grikklandi af Bretum 1945 til þess að berja
niður þjóðfrelsisfylkinguna þar. Og þessi
samsteypa tók við Víetnam af franska ný-
lenduveldinu eftir ósigur Jx;ss 1954, til J>ess
að reyna að murka frelsisástina úr fólkinu
þar með pindingum, ógnum og morðum. Og
þessi samsteypa segir fyrir munn Nixons í
dag við Vietnama: Eg myrði ykkur með lát-
lausum loftárásum, nema þið gangið að skil-
málum, sem keypt leiguþý mín og landráða-
menn setja.
Eru þessi Bandaríki máske svo aðfram-
komin af skorti að þau þarfnist þeirra auð-
æfa, sem fátækt Víetnam býr yfir? — Nei.
Þjóð Bandaríkjanna er 6% jarðarbúa, en
ræður yfir 60% af auðæfum jarðar.
Það er hinn ríkasti konungur, sem ei veit
aura sinna tal, að ágirnast eina lamb fátæka
mannsins. — Og nú reynir konungur sá eigi
aðeins að drepa lambið, Jiegar hann ei nær
því, eitra grasið, sem Jxið bítur, heldur og að
myrða manninn, sem á J:>að. — Og það gerir
hann í nafni kristindóms og lýðræðis!
Stephan G. Stephansson kvað um Breta,
er þeir frömdu hermdarverkin gagnvart
Búum forðum daga: — „bleyðiverk það kall-
ar hver þó kúgi jötunn lítinn dverg."
En nú hefur ameríska auðtröllinu ekki
tekizt að kúga hinn litla dverg, — þrátt fyrir
margföld bleyðiverk á við þau verstu, er
blóði drifin mannkynssagan skýrir frá. Hinir
voldugu níðingar megna ekki að kúga dverg-
inn.
Hvað táknuðu hin „hákristilegu" og „lýð-
ræðislegu" barnamorð Bandaríkjavaldsins
dag eftir dag kringum síðustu jólanótt?
Þau táknuðu það að þegar metnaðnr níð-
ingsins er í veði, þá eru engin þau illvirki til,
sem hann ekki fremur, — nema hann óttist
að þau kosti hann lífið.
lslenzkri þjóð er lífsnanðsyn að horfast í
augu við þessar staðreyndir, — að gleyma
aldrei myndinni af því níðingsvaldi Banda-
ríkjanna, sem birtist heiminum á jólunum
1972 svo ótvírœtt að augu margra þeirra
lukust loks uþþ, sem lengi höfðu látið blind-
ast. (Þjóðkirkja Islands þagði þó og svaf, sór
sig meir í ætt við Herodes og Farisea en
barnið í Betlehem).
OG HVAÐ UM ÍSLAND?
ísland hefur nú verið hernaðarlega ofur-
selt þessu níðingsvaldi bandarísku „hernað-
ar- og stóriðju-samsteypunnar" í þrjá ára-
tugi, — og bundið því sem „bandamaður"
síðustu tvo áratugina.
Það er vert að rifja upp hvernig þetta
gerðist:
Arið 1941, þegar England enn stóð eitt í
stríðinu, neyddu Bandaríkin J:>að til að afsala
í hendur sér öllum herstöðvum þeirra í ný-
lendum Breta í Vesturheimi til 99 ára, —
og sömuleiðis að selja ísland, sem þá er her-
setið af Bretum, í hendur Bandaríkjanna.
Féll J?að í hlut Breta að setja íslenzku ríkis-
stjórninni úrslitakosti, neyða hana til Jæssa
framsals og láta hana um leið lýsa því yfir
að hún gerði Jætta „af frjálsum vilja"!
I stríðslok neita Bandaríkin að standa við
þann „samning", sem gerður var með úr-
slitakostum 1941, — krefjast 1. okt. 1945
þriggja herstöðva á Islandi til 99 ára og
skyldu þær vera algerlega bandarísk yfirráða-
svæði, sem Islendingar réðu engu um. —
24