Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 24
sem hún síðan ber: „hernaðar- og stóriðju- samsteypan" — the military-industrial com- plex. Þessi samsteypa drottnar nú sem arftaki nýlendukúgaranna yfir ýmsum þeim löndum heims, sem Bretar, Frakkar og aðrir réðu fyr. Þessi samsteypa lét Breta afhenda sér Island 1941 — sem skiptimynt — fyrir 50 gamla tundurspilla m.a. — Þessi samsteypa tók við Grikklandi af Bretum 1945 til þess að berja niður þjóðfrelsisfylkinguna þar. Og þessi samsteypa tók við Víetnam af franska ný- lenduveldinu eftir ósigur Jx;ss 1954, til J>ess að reyna að murka frelsisástina úr fólkinu þar með pindingum, ógnum og morðum. Og þessi samsteypa segir fyrir munn Nixons í dag við Vietnama: Eg myrði ykkur með lát- lausum loftárásum, nema þið gangið að skil- málum, sem keypt leiguþý mín og landráða- menn setja. Eru þessi Bandaríki máske svo aðfram- komin af skorti að þau þarfnist þeirra auð- æfa, sem fátækt Víetnam býr yfir? — Nei. Þjóð Bandaríkjanna er 6% jarðarbúa, en ræður yfir 60% af auðæfum jarðar. Það er hinn ríkasti konungur, sem ei veit aura sinna tal, að ágirnast eina lamb fátæka mannsins. — Og nú reynir konungur sá eigi aðeins að drepa lambið, Jiegar hann ei nær því, eitra grasið, sem Jxið bítur, heldur og að myrða manninn, sem á J:>að. — Og það gerir hann í nafni kristindóms og lýðræðis! Stephan G. Stephansson kvað um Breta, er þeir frömdu hermdarverkin gagnvart Búum forðum daga: — „bleyðiverk það kall- ar hver þó kúgi jötunn lítinn dverg." En nú hefur ameríska auðtröllinu ekki tekizt að kúga hinn litla dverg, — þrátt fyrir margföld bleyðiverk á við þau verstu, er blóði drifin mannkynssagan skýrir frá. Hinir voldugu níðingar megna ekki að kúga dverg- inn. Hvað táknuðu hin „hákristilegu" og „lýð- ræðislegu" barnamorð Bandaríkjavaldsins dag eftir dag kringum síðustu jólanótt? Þau táknuðu það að þegar metnaðnr níð- ingsins er í veði, þá eru engin þau illvirki til, sem hann ekki fremur, — nema hann óttist að þau kosti hann lífið. lslenzkri þjóð er lífsnanðsyn að horfast í augu við þessar staðreyndir, — að gleyma aldrei myndinni af því níðingsvaldi Banda- ríkjanna, sem birtist heiminum á jólunum 1972 svo ótvírœtt að augu margra þeirra lukust loks uþþ, sem lengi höfðu látið blind- ast. (Þjóðkirkja Islands þagði þó og svaf, sór sig meir í ætt við Herodes og Farisea en barnið í Betlehem). OG HVAÐ UM ÍSLAND? ísland hefur nú verið hernaðarlega ofur- selt þessu níðingsvaldi bandarísku „hernað- ar- og stóriðju-samsteypunnar" í þrjá ára- tugi, — og bundið því sem „bandamaður" síðustu tvo áratugina. Það er vert að rifja upp hvernig þetta gerðist: Arið 1941, þegar England enn stóð eitt í stríðinu, neyddu Bandaríkin J:>að til að afsala í hendur sér öllum herstöðvum þeirra í ný- lendum Breta í Vesturheimi til 99 ára, — og sömuleiðis að selja ísland, sem þá er her- setið af Bretum, í hendur Bandaríkjanna. Féll J?að í hlut Breta að setja íslenzku ríkis- stjórninni úrslitakosti, neyða hana til Jæssa framsals og láta hana um leið lýsa því yfir að hún gerði Jætta „af frjálsum vilja"! I stríðslok neita Bandaríkin að standa við þann „samning", sem gerður var með úr- slitakostum 1941, — krefjast 1. okt. 1945 þriggja herstöðva á Islandi til 99 ára og skyldu þær vera algerlega bandarísk yfirráða- svæði, sem Islendingar réðu engu um. — 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.