Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 35
ANGELA DAVIS í HEIMSÓKN í LANDI MARX OG ENGELS Eftir að Angela Davis hafði unnið sigur í baráttu sinni sem fangi við spillt réttarfar Bandaríkjanna, einhver fræknasta sigur fyrir dómstóli afturhalds síðan Dimitroff sigraði í viðureigninni við „réttarfar" nazista, — hefur hún háð látlausa baráttu gegn ameríska auðvaldinu og „réttarfari" þess, ekki sízt til að frelsa þá pólitísku fanga, sem enn sitja þar í dyflissum saklausir. Aðeins eitt hlé var gert á þessari baráttu síðasta haust: Angela Davis var boðin til Sovétríkjanna og Þýzka alþýðulýðveldisins (DDR), Kúbu og Chile — og hvarvetna fagnað með kostum og kynjum sem nærri má geta. Hér skal sagt örstutt frá heimsókn hennar til Þýzka alþýðulýðveldisins, en þangað kom hún í sérstöku boði aðalritara Sosíalístíska Einingarflokksins, Erich Honecker. Angela Davis er hálærður marxisti, nam neimspeki og franskar bókmenntir við há- skóla í Bandaríkjunum, Frakklandi og Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem hún valdi sér efni úr heimspeki Kants og gildi þess fyrir frelsis- baráttu negra. Hún var prófessor við Kali- forníuháskóla í Los Angeles 1969, aðeins 25 ára að aldri (fædd 26. janúar 1944), þegar ofsóknirnar hófust gegn henni. (Sjá „Rétt" 2. hefti 1971). Angela Davis lét því mikinn fögnuð í ljós yfir að fá að koma til hins sósíalistíska Þýzka- lands, DDR. Tugþúsundir streymdu til flug- vallarins til að fagna henni. Allstaðar á fund- um komust færri að en vildu til að hylla þessa hetju í baráttunni gegn heimsvalda- stefnunni. A fjöldafundi í Friedrichsstadt-Pakist í Berlín sagði Angela Davis í ræðu sinni m.a.: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.