Réttur


Réttur - 01.01.1973, Side 35

Réttur - 01.01.1973, Side 35
ANGELA DAVIS í HEIMSÓKN í LANDI MARX OG ENGELS Eftir að Angela Davis hafði unnið sigur í baráttu sinni sem fangi við spillt réttarfar Bandaríkjanna, einhver fræknasta sigur fyrir dómstóli afturhalds síðan Dimitroff sigraði í viðureigninni við „réttarfar" nazista, — hefur hún háð látlausa baráttu gegn ameríska auðvaldinu og „réttarfari" þess, ekki sízt til að frelsa þá pólitísku fanga, sem enn sitja þar í dyflissum saklausir. Aðeins eitt hlé var gert á þessari baráttu síðasta haust: Angela Davis var boðin til Sovétríkjanna og Þýzka alþýðulýðveldisins (DDR), Kúbu og Chile — og hvarvetna fagnað með kostum og kynjum sem nærri má geta. Hér skal sagt örstutt frá heimsókn hennar til Þýzka alþýðulýðveldisins, en þangað kom hún í sérstöku boði aðalritara Sosíalístíska Einingarflokksins, Erich Honecker. Angela Davis er hálærður marxisti, nam neimspeki og franskar bókmenntir við há- skóla í Bandaríkjunum, Frakklandi og Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem hún valdi sér efni úr heimspeki Kants og gildi þess fyrir frelsis- baráttu negra. Hún var prófessor við Kali- forníuháskóla í Los Angeles 1969, aðeins 25 ára að aldri (fædd 26. janúar 1944), þegar ofsóknirnar hófust gegn henni. (Sjá „Rétt" 2. hefti 1971). Angela Davis lét því mikinn fögnuð í ljós yfir að fá að koma til hins sósíalistíska Þýzka- lands, DDR. Tugþúsundir streymdu til flug- vallarins til að fagna henni. Allstaðar á fund- um komust færri að en vildu til að hylla þessa hetju í baráttunni gegn heimsvalda- stefnunni. A fjöldafundi í Friedrichsstadt-Pakist í Berlín sagði Angela Davis í ræðu sinni m.a.: 35

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.