Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 23

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 23
EINAR OLGEIRSSON BANDAMENN? - BANDINGJAR Afstaða vor íslendinga gagnvart núverandi valdhöfum Bandaríkjanna er prófsteinn á manndóm og reisn þjóðar vorrar, — próf- steinn á það hvort við höfum enn þá til- finningu fyrir arfi vorum og skyldum sem þjóðar, er var kúguð í 600 ár, — prófsteinn á það hvort hún rís upp mögnuð tilfinning- unni um þá skyldu, er baráttusaga þjóðar- innar leggur henni á herðar eða leggst í duftið sem skóþurrka hryllilegasta morðvalds mannkynsins. Það dugar engin yfirbreiðsla eða sjálfs- blekking í þessu efni. níðingsvaldið Valdhafar Bandaríkjanna hafa ráðizt á Vietnam án þess að segja því stríð á hendur og drepið þar mannfólkið, eitrað akra og skóga ,þurrkað út bæi og borgir hátt á ann- an áratug. Valdhafar Bandaríkjanna lugu upp árás- inni í Tonkinflóa til að blekkja þjóðina með málamyndarátyllu til árásarhernaðar. Fjórir forsetar Bandaríkjanna hafa síðan í sífellu logið að þingi og þjóð, til þess að halda áfram morðum sínum á einni fátækustu, en heitast frelsisunnandi þjóð veraldar. Allt er þetta nú viðurkennt í Bandaríkjunum sjálfum. Valdhafar Bandaríkjanna hafa kastað á þetta litla land yfir 7 miljónum smálesta af sprengjum, eða næstum fjórum sinnum meira magni en varpað var á Þýzkaland í heims- styrjöldinni síðari. I morðæði Nixons um jól- in 1972 var á hverjum degi varpað svipuðu sprengjumagni á Vietnam og atomsprengjan á Hiroshima 1945 hafði inni að halda. Þessir valdhafar eru ekki bara Nixon. Það þýðir ekki að ætla að krossfesta einn stríðs- glæpamann — hvort sem hann heitir Nixon, Hitler eða annað, — fyrir þá stríðsglæpi, sem heil valdaklíka er sek um. Eisenhower Bandaríkjaforseti gaf þeirri klíku það nafn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.