Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 32
ræða jarðoliu, þar sem tryggja verður öflun hráefn- anna .... með því að tryggja og treysta aðgang- inn að margvíslegum hráefnalindum utan landa- merkja EBE." („Die Zeit“). Brandt óskar eftir að stækka EBE og EBE óskr ar eftir fleiri hlýðnum vanþróuðum löndum til að drottna yfir. EBE-löndin eru öll gömul nýlenduveldi, en í dag er það aðeins franska ríkjasambandið, sem EBE hefur einhver yfirráð yfir. Með nýlendum Stóra-Bretlands og með Spán og Portúgal sem aðila (viðræður við þau ríki standa yfir) getur EBE lagt grundvöllinn að heimsveldi sínu, heimsvaldi því sem auðjöfrana í Evrópu dreymir um. Á hærri stöðum í auðvaldskerfinu, er ekki lengur talað um 6 eða 10 lönd í EBE, heldur um hin 60 EBE-lönd. EBE OG STRÍÐ Til þess að tryggja ríkidæmi sitt hafa EBE-löndin þurft að reka blóðug kúgunarstríð. I dag stendur stækkað EBE beint eða óbeint að baki styrjaldar- rekstri í Tsjad, Mosambique, Angola, Guinea- Bissao í Afriku og Dhofar og Alþýðulýðveldinu Suður-Jemen á Arabíuskaga. Hve mörg Víetnam skyldi EBE eiga eftir að búa til i Afríku? Heimsvaldasinnarnir í Bandaríkjunum líta þróun EBE óblíðum augum. Fóstrið er vaxið fóstra sínum Sámi um höfuð i Evrópu og vill nú verpa eggjum sínum í hreiður fóstra síns í öðrum heimshlutum. Auðlindum Bandaríkjanna er ógnað frá tveim hliðum: frá þjóðfrelsishreyfingum kúguðu landanna og frá öðrum heimsvaldasinnum sem eru á góðri leið með að sigla fram úr Bandarikjunum á heims- markaðnum. Tafla: Hlutar USA og EBE + St.Br. i brúttó þjóð- arframleiðslu heimsins. Br. þj.fr.l . heims Bílaframl. Stál 1950 1970 1950 1970 USA 50% 30% 76% 46% 20% EBE 11% 30% 14% 21% 21% Japan 2% 17% Einokunarauðhringar EBE vilja ekki aðeins úti- loka USA frá Afríku og Evrópu. V-þýzkt fjármagn hefur haldið innreið sina inn i Latnesku-Ameríku og Asíu. EBE er ennþá veikari aðilinn. I gjaldeyriskrepp- unni 1971 varð EBE að taka þátt í að borga krepp- una, sem dundi yfir bandaríska auðhringa. I stað þess að láta hart mæta hörðu, beygði EBE sig og hjálpaði Bandarikjunum. Hvers vegna? EBE gat ekki látið hart mæta hörðu af tveim orsökum: Bandaríkin eru eitt riki með eitt rikisvald, en EBE eru mörg riki. Bandaríkin hafa sterkan her undir einni stjórn (rikisins), EBE hefur ekki her (þó að EBE-löndin hafi öll sína heri). EVRÓPURÍKIÐ „Það er alltaf forseti, sem talar fyrir hönd Bandaríkjanna og getur látið framkvæma það sem búið er að samþykkja. En við höfum engan, sem getur talað fyrir hönd EBE með sama valdi .... Tíu atkvæði fyrir Evrópu eru niu atkvæðum of mikið." (VISION, evrópskt viðskiptatimarit). Á þennan hátt sér Dahrendorf „utanríkisráð- herra" EBE fyrir sér þróunina í EBE. Ef EBE á að geta veitt Bandarikjunum samkeppni verður EBE að sameina allt pólitískt vald í eitt RÍKI. Þess vegna var Werner-áætlunin gerð. En hún gerir ráð fyrir að allar þjóðlegar efnahagsráðstafanir verði lagð- ar niður. Allar efnahagsáætlanir, fjárlög o. s. frv. skulu vera gerðar af EBE fyrir heildina, eins og um eitt land væri að ræða. Þess vegna var lögð fram áætlun um sameigin- lega utanrikispólitík. Einmitt nú flýtir EBE sér að byggja upp sameiginlega pólitik á öllum sviðum. Það sem eftir er af þjóðareinkennum, menningu o. s. frv. er á góðri leið með að hverfa. En riki án valdatækis er eins og tré án róta. Willy Brandt orðar þetta: „Þegar hin pólitíska sam- vinna nær ákveðnu marki, er það rökrétt afleiðing að þessi lönd (EBE-löndin) færist einnig saman á sviði varnarmála. Hitt hlutverkið er það, sem kjarn- orkuvopnaundirstaða sú, sem tvö EBE-landanna, England og Frakkland, ráða yfir, mun hafa." Hvers vegna er þetta „rökrétt" eins og Brandt segir? Til hvers á að nota Evrópuherinn? Tvö dæmi: Skriðdrekar hafa nú þegar verið not- aðir gegn verkamönnum i Belgíu í verkfalli. Árið 1968 beitti De Gaulle frönskum kjarnasveitum úr Þýzkalandsherdeildinni, gegn stúdentum og verka- mönnum. Það var ekki hægt að „treysta" hinum venjulega franska hermanni. Alþýðan I EBE-löndunum sýnir æ aukinn baráttu- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.