Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 48

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 48
— samfélagslegri yfirtöku allra meiri háttar at- vinnufyrirtækja og stofnana. — atvinnulýðræði innan fyrirtækja og stofnana í eigu ríkis og annarra félagslegra aðila. — gagngerum umbótum á starfsháttum Alþingis, sveitarstjórnum og annarra stofnana almanna- valdsins svo að tryggt verði að lagasetning og aðrar ákvarðanir þessara aðila endurspegli vilja almennings. — öflugu stjórnmála- og fræðslustarfi innan félags- samtaka alþýðu — verkalýðs- og starfsmanna- félaga, svo og samvinnufélaga — svo að þau verði sem virkust baráttutæki og stirðni ekki i skrifræðisformum. — auknum áhrifum nemenda á gang skólastarfsins, svo að þeir þjálfist i félagslegum vinnubrögð- um og venjist því að hafa afskipti af málefnum samfélagsins. — aukinni þjóðfélagsfræðakennslu í skólum lands- ins, þar sem nemendur fái næg tækifæri til að glima við félagsleg viðfangsefni og geti myndað sér skoðun á grundvelli málefnaþekkingar. Hafa ber hugfast, að baráttan fyrir virku lýðræði er óaðskiljanleg frá baráttunni gegn auðveldi og hugmyndalegu forræði borgarastéttarinnar. En for- senda fyrir þvi að lýðræðisformin nýtist er sú, að hver einstaklingur öðlist vitund um skyldur sínar við sjálfan sig og aðra, að honum ber að krefjast þátttöku og leggja sig fram um þátttöku í sam- félagsstarfinu. Þar mega atriði eins og mismunandi atvinna eða kynferði ekki verða til hindrunar. Þetta þarf flokkurinn að leggja áherzlu á í áróðri sínum og uppeldisstarfi. b) Félagslegt jafnrétti er krafa, sem fylgt hefur sósíaliskri hugsjón frá upphafi og ber með sér, að allir þegnar hafi sem jafnastan aðgang að þjóð- félagslegum gæðum. Fullljóst er, að þjóðfélaginu muni miða skammt í jafnaðarátt meðan séreignar- réttur á framleiðslutækjum og markaðslögmál ráða miklu um skiptingu hins þjóðfélagslega arðs. Þar við bætist sá ójöfnuður, sem fylgir mishraðri efna- hagsþróun eftir landshlutum, kynferðislegri mis- munun og misjafnri menntunaraðstöðu, hvort sem er af völdum búsetu eða stéttarlegrar lagskiptingar. Eftirfarandi stefnumið eru liðir í baráttu Alþýðu- bandalagsins fyrir félagslegu jafnrétti: — þrengt verði á alla vegu að gróðahagsmunum einkaauðmagnsins, m.a. með virku skattaeftirliti, þannig að beinir skattar verði auknir í hlutfalli við óbeina, einkagróði og stóreignir skattlagðar sérstaklega, og yfirleitt þeirrar meginreglu gætt að leggja á eftir efnum og ástæðum. — Kerfi almannatrygginga verði stóreflt og lífeyr- isgreiðslur þess miðaðar við að nægja til fram- færslu, enda njóti þá bótaþegi ekki annarra tekna. Séð verði fyrir riflegum tryggingabótum til barnmargra fjölskyldna. — Réttur manna til atvinnu verði bundinn í stjórn- arskrá, enda gjaldi þjóðfélagið fullar bætur þeim, sem ekki fá notið þessara mannréttinda. — Húsnæðisþörfin verði losuð undan gróðastarf- semi og viðurkennd sem úrlausnarefni félags- legra aðila: bæjar- og sveitarfélög teljist skyld að sjá þeim, sem æskja þess, fyrir varanlegu leiguhúsnæði með viðráðanlegum kjörum, en öðrum gefist kostur á að eignast með skilorðs- bundnum ráðstöfunarrétti íbúðir, er almenn byggingarfélög reisi með tilstyrk öflugs, opin- bers lánsfjárkerfis. Girt verði fyrir lóðabrask með þvi, að færa lóðir og væntanlegar bygging- arlendur undir eignarhald bæjar- og sveitar- félaga. — Konum og körlum sé ekki mismunað í atvinnu- lífinu eftir kynferði, hvorki varðandi aðgang að vinnu og flokkun starfa, né laun. — Hið opinbera láti einskis ófreistað til að tryggja ibúum dreifbýlisins sambærilega aðstöðu til mennta og menningariðkana á við þá, sem íbúar Reykjavíkur og nágrennis njóta. — Með stórbættri félagslegri þjónustu og sam- tökum verði báðum hjónum og einstæðum for- eldrum, svo og eldra fólki, sem hefur starfsvilja og starfsorku, gert kleift að taka þátt i atvinnu- llfinu. c) Menningarlíf: Islenzk þjóðmenning er sam- slungin úr mörgum þáttum, og verður hér getið þeirra helztu. Einn er arfleifð þjóðarinnar að hlut- kenndum menningarverðmætum, þar sem eru bók- menntir, tónlist, myndlist, byggingarlist o. m. fl. Annar er sjálf tunga þjóðarinnar, orðaforði hennar, beygingarkerfi og tjáningarmöguleikar, svo og sér- staða hennar meðal tungumála grannþjóða. Enn er saga þjóðarinnar í landinu og þá ekki sízt í þeim skilningi að vera vitneskja þjóðarinnar sjálfrar um fortíð sína, þjóðhætti og lífsbaráttu genginna kyn- slóða. Þá er hinn sifellda endurnýjun menningarinn- ar sem fer fram með ástundun og útbreiðslu menn- ingararfsins, samhliða því sem hann og líf samtið- arinnar verða kveikja nýrra menningarverðmæta, svo sem listsköpun. Ekki má gleyma menningar- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.