Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 23

Réttur - 01.01.1973, Síða 23
EINAR OLGEIRSSON BANDAMENN? - BANDINGJAR Afstaða vor íslendinga gagnvart núverandi valdhöfum Bandaríkjanna er prófsteinn á manndóm og reisn þjóðar vorrar, — próf- steinn á það hvort við höfum enn þá til- finningu fyrir arfi vorum og skyldum sem þjóðar, er var kúguð í 600 ár, — prófsteinn á það hvort hún rís upp mögnuð tilfinning- unni um þá skyldu, er baráttusaga þjóðar- innar leggur henni á herðar eða leggst í duftið sem skóþurrka hryllilegasta morðvalds mannkynsins. Það dugar engin yfirbreiðsla eða sjálfs- blekking í þessu efni. níðingsvaldið Valdhafar Bandaríkjanna hafa ráðizt á Vietnam án þess að segja því stríð á hendur og drepið þar mannfólkið, eitrað akra og skóga ,þurrkað út bæi og borgir hátt á ann- an áratug. Valdhafar Bandaríkjanna lugu upp árás- inni í Tonkinflóa til að blekkja þjóðina með málamyndarátyllu til árásarhernaðar. Fjórir forsetar Bandaríkjanna hafa síðan í sífellu logið að þingi og þjóð, til þess að halda áfram morðum sínum á einni fátækustu, en heitast frelsisunnandi þjóð veraldar. Allt er þetta nú viðurkennt í Bandaríkjunum sjálfum. Valdhafar Bandaríkjanna hafa kastað á þetta litla land yfir 7 miljónum smálesta af sprengjum, eða næstum fjórum sinnum meira magni en varpað var á Þýzkaland í heims- styrjöldinni síðari. I morðæði Nixons um jól- in 1972 var á hverjum degi varpað svipuðu sprengjumagni á Vietnam og atomsprengjan á Hiroshima 1945 hafði inni að halda. Þessir valdhafar eru ekki bara Nixon. Það þýðir ekki að ætla að krossfesta einn stríðs- glæpamann — hvort sem hann heitir Nixon, Hitler eða annað, — fyrir þá stríðsglæpi, sem heil valdaklíka er sek um. Eisenhower Bandaríkjaforseti gaf þeirri klíku það nafn,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.