Réttur - 01.01.1973, Page 40
sjálft Sambandið, — og með þeim öllum uands-
bankinn, — sem eftir stóð er Islandsbanki varð
gjaldþrota — líka raunverulega á hausnum. Kreppa
hins „frjálsa" kapítalisma hafði fengið að segja til
sin.
Kapítalisminn er efnahagsleg harðstjórn, þar
sem þeir veikari verða troðnir undir og þeir sterku
og auðugu verða æ sterkari, allt samkvæmt lög-
málum hins „frjálsa", óhefta auðmagnsskipulags.
Islenzk burgeisastétt elskar og dáir kapitalism-
ann, hún vill fá að hafa hann, — þ.e.a.s. græða
samkvæmt tilgangi hans, en losna við að lúta þeim
harðstjórnarlögmálum hans að þeir veikari fari á
hausinn og þeir sterkari sölsi æ meir og meir undir
sig. Hún vill með öðrum orðum að þjóðfélagið taki
sig á framfæri, — tryggi sér með ákveðnu verð-
lagi á afurðunum og ákveðinni álagningu á vörun-
um að allt beri sig. En þetta sama þjóðfélag á að
láta hana eina um hve vitlausan hún hefur atvinnu-
rekstur þess, — sem hún kallar sinn.
ÞRfSKIPTINGIN INNAN
BURGEISASTÉTTARINNAR
Þegar þróun kapítalismans er rakin erlendis, er
henni venjulega skipt niður í þrjú þróunarstig, a.
m. k. fram að siðari heimsstyrjöld. Þau eru: 1) stig
verzlunarauðvaldsins, — 2) stig iðnaðarauðvalds-
ins, — 3) stig fjármálaauðvaldsins („finanskapital").
Venjulega er þessi þróunarsaga miðuð við Eng-
land og önnur helztu auðvaldsríki Evrópu. Verzl-
unarauðvaldið er frumstig kapítalismans, iðnaðar-
auðvaldið tekur við og drottnar á 19. öldinni, en
„fjármálaauðvaldið", þróunarstig hinna miklu sam-
steypa auðhringa og einkabanka, er almennt talið
hefjast um 1890 og tekur siðan nokkurri mynd-
breytingu, er það tekur að beita rikisvaldi sínu
æ meir í tengslum við atvinnulíf sitt, til þess að
tryggja gróðann og markaðina.
Hér á landi er þrískiptingin innan burgeisastétt-
arinnar all glögg: Verzlunarvaldið, — stórútgerðin,
— iðjuhöldarnir.
En hér er ástandið innan atvinnurekendastéttar-
innar þver öfugt við það, sem er í erlendum auð-
valdsþjóðfélögum. Þar eru samsteypur stóriðju-
valds og einkaþanka hið drottnandi afl, forusta
burgeisastéttarinnar.
Hér á landi er verzlunar- eða viðskiptavaldið hið
drottnandi afl í burgeisastéttinni, eins og á frum-
stigi auðvaldsskipulagsins eða i nýfrjálsum löndum.
Þessu valda ýmsar sögulegar og þjóðfélagslegar
aðstæður:
Hið danska verzlunarauðvald var áður drottnandi
afl á Islandi og hélt landinu niðri á nýlendustigi.
Þegar fullveldi fékkst 1918 og stéttaflokkar mynd-
uðust í íslenzkum stjórnmálum, var það dansk-
íslenzkt verzlunarvald, — íslenzkir og danskir stór-
kaupmenn, sem urðu fyrstir innan atvinnurekenda-
stéttarinnar til að skipuleggja sig sem pólitískt
stéttarafl og ná á sitt vald mikilvægu málgagni —
Morgunblaði Vilhjálms Finsen, — með þvi að ógna
honum í krafti auglýsingamáttar síns, til þess að
afhenda þeim það.
Stétt stórkaupmanna hafði þannig fengið pólitískt
forskot gagnvart öðrum hlutum íslenzkrar borg-
arastéttar, þegar flokkar stéttabaráttunnar hófust
handa á sviði stjórnmálanna.
Stétt togaraeigenda, — íslenzkra stóriðjuhölda
á hafinu, — var fámenn og það tímabil varð stutt,
er þeir virtust ætla að verða forustusveit burgeisa-
stéttarinnar: Sala togaranna eftir kröfu Banda-
manna 1916 veitti þeim högg, — gengishækkun sú,
er Jón Þorláksson framkvæmdi 1926 sem fulltrúi
verzlunarvaldsins, var hart högg á þá, sem þeir
höfðu ekki náð sér eftir er kreppan og verðfallið
kom 1931 og veitti þeim rothöggið.
Aðeins um örstuttan tíma síðar, náði útgerðar-
auðvaldið þeirri aðstöðu að geta haft forustu innan
burgeisastéttarinnar i stjórnmálum: Það var með
nýsköpunarstjórninni og þá vegna samstarfs við
verkalýðsstéttina og pólitíska forustu hennar og þá
jafnframt við smáútgerðina alla.
Síðan tók ameríska auðvaldið í taumana 1947 —
og ætlaði sér þá að stöðva frekari þróun sjávar-
útvegsins (Marshalllán mátti ekki veita til togara-
kaupa).
Iðnaður var á fyrri helmingi aldarinnar það veik-
ur að iðjuhöldastéttin mátti sín lítils innan burgeisa-
stéttarinnar og Sjálfstæðisflokksins.
Við þessar þjóðfélagslegu og sögulegu aðstæður
bættist svo að togaraeigendur hafa — þegar Ólafur
Thors er undanskilinn — aldrei eignast dugandi
fulltrúa á Alþingi, útgerðarmannastéttin sem slík
engan raunverulegan forustumann í stjórnmálum,
— satt að segja hafa sósíalistar helzt orðið til að
tryggja stöðu útgerðarinnar í íslenzku þjóðfélagi
sem undirstöðu að atvinnuöryggi verkamanna og
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, — enda hefur
það oft heyrzt síðustu tvo áratugina að útgerðar-