Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 8
ÞRÖSTUR
ÓLAFSSON:
EFNAHAGS-
MÁLIN
i.
Efnahagsmál hafa á síðustu áratugum og allt
fram til þessa dags verið í auknum mæli viðfangs-
efni sérhverrar ríkisstjórnar og árangur af starfi
þeirra fyrst og fremst metinn eftir því, hvaða tökum
þær náðu á efnahagsmálum. Ég segi þetta ekki
vegna þess að ég fagni þessu heldur fremur með
nokkrum trega, þvi þjóð sem hefur engin önnur
áhugamál er bláfátæk og illa stödd, þótt hún ann-
ars sé kölluð rík í alþjóðlegum hagskýrslum.
Nú mætti segja sem svo, að á meðan einhverjir
líði skort hljóti áhugi manna og hugvit að beinast
að þeim vandamálum, sem snerta lifsafkomu ein-
staklinga öðru fremur.
En samhengið milli mikilvægis efnahagsmála og
skorts virðist hafa neikvætt formerki. Eftir þvi sem
við fjarlægjumst þjáningar skortsins og nálgumst
allsnægtaþjóðfélagið meir, þeim mun ákafari verða
umraaður um efnahagsmál og vandamál þeim sam-
fara taka stærra rúm í hugarheimi þjóðarinnar.
Ég vildi með þessu undirstrika að efnahagsmál
eru aðeins einn hluti þjóðmálanna og óhugsandi
er að gera miklar breytingar á efnahagskerfinu, ef
ekkert er aðhafzt á öðrum sviðum þjóðlífsins.
Skipan efnahagsmála endurspeglar á hverjum
tíma vilja þeirra sterku, staðreyndir hagkerfisins
og stjórnmálalega vitund þjóðarinnar. Meðan
meirihluti þjóðarinnar er sammála öllum meginþátt-
um i þjóðfélagsskipan okkar verða engar meiri-
háttar breytingar gerðar á skipulagi efnahagslífsins.
Það er hægt að auka hlutdeild launafólks í þjóðar-
tekjum innan þröngra takmarka. Ef farið er yfir
þessi takmörk kippir kerfið í, þvi kerfið hefur sina
vél og vélin þarfnast brennsluefnis en þetta
brennsluefni er gróði atvinnufyrirtækjanna. I reynd
eru flest ef ekki öll efnahagsvandamál okkar hag-
kerfis fólgin í fallandi gróða fyrirtækja. Léleg
lífsafkoma eða lág laun hafa aldrei verið flokkuð
undir efnahagsvandamál, nema þegar þverrandi
kaupmáttur er farinn að virka sem minnkandi eftir-
spurn, er hefur í för með sér minni umsetningu
fyrirtækjanna og þar með fallandi gróða.
Það er gagnlegt að hafa þetta í huga við mat
okkar á nýgerðum efnahagsaðgerðum. Við vitum
að þær aðgerðir voru engin sérstök hetjudáð og
samþykktar til þess að forða öðru verra — falli
ríkisstjórnarinnar, en það hefði verið óbætanlegur
9