Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 16

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 16
Reykjavík — miðað við síðustu kosningar — sé félagsbundinn. í dreifðum byggðum landsins, víðlend- um landbúnaðarhéruðum reyndist okk- ur oft erfitt að halda uppi svo kraftmiklu félagsstarfi að fólk sæi ástæðu til þess að vera félagsbundið, þótt það styddi okkur af alhug. Hér í þéttbýlinu ætti að vera auðveldara að ná til fólks, en það hefur einmitt reynst einn mesti veikleiki okk- ar, livað okkur hefur gengið illa að lá fólk til starfa hér á höfuðborgarsvæðinu miðað við það sem gerist annars staðar á landinu. MK: Við höfum nú býsna gott kosn- ingahlutfall á höfuðborgarsvæðinu engu að síður. RAUÐUR ÞRÁÐUR í OKKAR STEFNU LJ: Eg vil taka undir þetta sem Ragn- ar var að segja um íslenska atvinnustefnu, en aðeins bæta þessu við til frekari skýr- ingar: Pað hefur verið sem rauður þráð- ur í okkar stefnu yfir 30 ára tímabil í Alþýðubandalaginu og áður Sósíalista- flokknum að þung áhersla hefur verið lögð á að eíla íslenskan atvinnurekstur. Vil ég aðeins vitna í nýsköpunina rétt upp úr stríðinu, þá stefnumótun sem þá kom fram og hugsun, sem lá að baki. Ná- kvæmlega það sama gerðist aftur með vinstri stjórninni á fyrstu dögum A1 þýðubandalagsins 1956—1958. Ekki má gleyma þætti okkar flokks í sambandi við baráttuna gegn erlendri stóriðju og erl. einkafjármagni í íslenskum atvinnu- rekstri. Þar við bætist stefna flokksins í síðustu vinstri stjórn á árunum 1971 — 1974 sérstaklega á sviði iðnaðar og sjáv- arútvegs. Stefna okkar og málflutningur helur byggst á þeirri staðreynd, að við eigum sannarlega nógan auð í þessu landi og við þurfum bara að standa vel að verki til þess að nýta hann. Þá er hægt að treysta lífsskilyrðin hér og standa und- ir þeim kröfum sem gerðar eru um betri lífskjör. Þetta orðalag núna, „ís- lensk atvinnustefna", kemur auðvitað upp vegna þess að flokksmenn vildu koma þessari stelnu skýrar fram og þjappa henni saman, og sýna hvert væri andsvar okkar við þeim þunga áróðri sem á okkur dynur, fyrir því að við verðum að fara að eins og rnargar aðrar þjóðir að hleypa inn erlendu fjármagni og við sé- um komnir á það stig að atvinnuleysi blasi við og skert lífskjör ef við ekki til- einkum okkur erlendan stóriðjurekstur. Við þurfum að skíra okkar andsvar betur og ég álít að það sé rétt hjá Ragnari, að þessi stefna helur vaxið upp úr okkar pólitík og hefur alltaf verið í okkar sam- þykktum. Það helði verið betra að hægt hefði verið að hafa ennþá breiðari sam- stöðu innan ílokksins og kannski önnur vinnubrögð til þess að gefa þessari stefnu þennan nýja búning sem hún hefur að nokkru leyti fengið núna. En íslensk at- vinnustefna á ekki að þurfa að kom(l neinum á óvart því þetta er í samræmi við allan aðdraganda. — Við' erurn nú komin að seinni hluta pessara umrœðna, þ. e. ytra starfi. Áður en sjálfu flokksstarfinu sleppir viljum við minnast á frceðslumálin. Það hefur kom- ið fram nokkur gagnrýni á pað innan flokksins að við höfum ekki sinnt peim nógu vel og látið ýmsum öðrum hópum eftir undirstöðufrœðslu í marxisma og öðrum slíkum grundvallaratriðum. 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.