Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 10

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 10
Þó að margt sé án beinna afskipta fram- kvænrdastjórnar, er ýmislegt sem verður að gerast frá nriðstöð eins og útgáfustarf- semi, ýmisskonar aðstoð og eftirrekstur. Á þessu sviði lief ég fundið fyrir því að við erum of veik. Ef til vill stafar þetta eitthvað af því að við látum endurnýjun- arregluna bitna mjög hart á fram- kvæmdastjórninni. Hún er kosin árlega, sjálf framkvæmdastjórnin. Svo kemur hitt til að starfsliðið hefur lengst af verið einn maður. Um endurnýjunarregluna vil ég aðeins bæta því við að mér finnst að hún verði að haldast skilyrðislaust vegna þess að það verður alltaf vandamál ef halda ætti því fram að einn og einn maður sé svo mikil- vægur að reglan megi ekki bitna á hon- um. Þá missir þetta þann tilgang að öll- um verði sársaukalaust að hreyfast milli starfa hjá okkur. RA: Ég var eins og flestir aðrir ein- dregið þeirrar skoðunar að ekki ætti að draga fólk í sérstaka dilka eftir kynferði eða aldri. En ég viðurkenni það eins og fleiri hafa gert á nndan mér, að þetta hefur ekki gefist allskostar vel hvað snertir nnga fólkið, sem jiarf að eiga kost á að starfa sér á parti a. m. k. að hluta til, til þess að frumkvæði þess fái notið sín. Ég er hins vegar enn jjeirrar skoðunar að rangt væri að stofna alveg sjálfstæð óháð æsknlýðssamtök sem væru starfandi við hliðina á flokknnm. Ég held að starfsemi á vegum ungs fólks ætti að vera í nánum tengslum við starf flokksins, því óneitan- lega eru þau rök sem fram voru borin á sínum tíma enn í fullu gildi, að jjað býð- ur miklum hættum heim og eykur kyn- slóðabilið ef ekki tekst að blanda saman í flokksstarfinu viðhorfi unga fólksins og hinna sem geta starfað lengur. Það þarf að finna eðlilega millileið. Ég tel að þessi mál hafi verið á réttri braut að undan- förnu og við skulum ekki ímynda okknr að miðstjórn eða landsfundur geti ákveð- ið hvernig æskulýðsstarf skuli vera. Unga fólkið verður að ákveða það sjálft. Það verður sjálft að finna þá lausn sem það telur eðlilegasta og núna seinustu tvö árin hefnr mér fundist gæta meiri á- kveðni í hópi ungs fólks að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið. Varðandi starf framkvæmdastjórnar er það eilífðarmál sem við erum alltaf að glíma við. Vegna mikils fjárskorts hefur starf llokksins verið alltof lítið, við höf- um ekki ráðið yfir þeim starfskröftum sem við höfum þarfnast. Staðreyndin er sú að þótt menn hafi ákveðnar skoðanir á þjóðmálum eru menn mjög tímabundnir og gjarnan værukærir. Þó menn sén kosnir í starfsnefndir starfa þær ekki nema rekið sé á eftir þeim. Starfsmenn liokksins þurfa að geta gefið sér tíma til að drífa áfram starfshópa á vegum mið- stjórnar. Þar hafa menn gjarnan ágætar hugmyndir og góðan vilja, en telja sig ekki hafa tíma til að vinna verkin nema stíft sé rekið á eftir. Ég tel þó að þessi mál hafi verið í örri framför í seinni tíð eftir að við erum komnir með tvo fasta starfsmenn á skrifstofu flokksins. ÞINGFLOKKUR - FRAMKVÆMDA- STJÓRN Stundum er sagt að þingflokkurinn sé alltof ráðandi í störfum okkar. Ég held að þetta sé á talsverðum misskilningi byggt. Þingflokkurinn er ellefu manna hópur sem hefur stjórnmál að aðalstarfi 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.