Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 37

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 37
ÖRYGGIS- LEYSIÐ Það er öryggisleysið — öryggisleysi hins einstaka manns, öryggisleysi heimilanna — og þar af leiðandi óvissa, ótti, jafnvel örvænting. Ég tel, að hér væri verkefni fyrir sam- eiginlegt átak Norðnrlanda, stjórnmála- manna þeirra og annarra sem hlut eiga að máli. Ég sleppi hér því öryggisleysi, sem staf- ar af alþjóða spennu. Það er utanríkis- pólitík, og hana þýðir ekki sem stendur að ræða í sambandi við norræna sam- vinnu. Ég á hér aðeins við öryggisleysi inn- lendis ,og ætla þá að nefna þrennt, þó að bæta mætti öðru við líka, og þetta þrennt er: Atvinnuleysi. Verðbólga. Élótti fólks úr strjálbýli. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það, að fullorðið, vinnufært fólk gengur árum saman atvinnulaust. Það hlýtur að vera eitthvað að, þegar fjármunir fólks molna árum saman nið- ur. Það getur ekki verið rétt, þegar fólk dosnar upp í hópum úr átthögum sínum og frá heimilum sínum. En af öllu þessu stafar jafnvægisleysi í sarnfélögum okkar — í atvinriumálum, I jármálum, efnahagsmálum og félagsmál- tun — og öryggisleysi, ótti og örvænting fjölda manna og heimila. Nú vitum við mæta vel, að þessi vandi er mismikill í hinum ýmsu löndum okk- ar- En í hverju landi gætir að einhverju feyti eins þeirra eða fleiri. Og vel vitum við, að stjórnmálamenn- irnir og aðrir, sem hlut eiga að máli, reyna að ráða fram úr jaessum málum eftir bestu getu hverjir í sínu landi. En ég hygg, að þessi mál séu svo al- menn um öll Norðurlönd, að hér sé verk- efni á sviði norrænnar samvinnu. Uppástunga mín er jjess vegna sú, að stjórnmálamenn Norðurlanda og aðrir sem hlut eiga að máli, beri saman bækur sínar, rannsaki ]jessi mál, ræði jiau sín á milli og reyni að komast að niðurstöðu um sameiginlegt átak og sameiginlegar leiðir til þess að ráða fram úr þessum ófarnaði og því sem honum fylgir. Ég þykist vita, að efasemdirnar og mót- bárurnar gegn þessum hugmyndum og uppástungum verði margar og margvís- legar. Aðstæðurnar í þessum löndum eru ó- líkar. Löndin sjálf ólík, atvinnu- og efna- hagslíf ólíkt o. s. frv. Og hvert landið hef- ur sína stjórn til Jress að sinna þessum málum: Geir Hallgrímsson, Anker Jör- gensen, Nordli, Falldin ,Kekkonen. Þetta er alveg rétt. En við erum samt öll manneskjur, og öryggisleysið sem stafar af þessum ósköp- um er, þegar allt kemur til alls, nákvæm- lega sama eðlis. Og þessi vandamál öll skijDta svo miklu máli í lífi iivers einstak- lings og hvers heimilis, að ])að verður ekki fram hjá þeim gengið, nema að verða utangátta. Þetta eru að sjálfsögðu gríðarmikil verkefni að færast í fang, og engin ein formúla mun geta leyst þau. En Ingólfur Iiafði forðum heldur enga formúlu að fara eftir, þegar hann hóf að byggja ís- land. Samt gerði hann það og samt hefur fólk búið hér í ellefu hundruð sumur — og lifir hér enn. Það þýðir ekkert fyrir þá, sem starfa 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.