Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 30

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 30
að hœgt verði að segja að við höfum að minnsta kosli nálgast þau markmið sem við setjum okkur, þ. e. a. s. sósialiskt þjóð- félag á Islandi? MK: Við hðfum þegar framkvæmt stórfellda byltingu á íslandi á stuttum tíma, verkalýðshreyfingin og sósíalískir flokkar. Við höfum breytt íslandi úr einu versta eynrdarbæli í Evrópu í sæmilega stætt þjóðfélag. RA: Ég geri ekki ráð fyrir, að sósíal- ískt þjóðfélag skapist á íslandi löngu áð- ur en sú þróun verður í nálægum v-evr- ópskum löndum, og ég er svartsýnn á að þar verði stökkbreyting í nánustu fram- tíð. Ég tel hins vegar miklar líkur til þess að um jaina og ákveðna þróun geti orðið að ræða á næstu tveimur áratugum. Það er margt á seyði í Vestur-Evrópu sem vek- ur vonir um markvissa þróun í vinstri átt. Það er sögulegt hlutverk okkar að sundurgreina og draga réttar ályktanir af þeim mistökum sem kommúnistar og sósíaldemókratar gerðu á fyrri helmingi þessarar aldar. Við höfum ekki þær afsakanir, sem fyrirrennarar okkar höfðu, því að við eig- um að geta lært af reynslu þessara hreyf- ing. Sósíalistar í V-Evrópu verða að draga réttar ályktanir af þróuninni á fyrri lduta þessarar aldar og sameinast, hvort sem þeir hafa kennt sig við kommún- isma, sósíalisma eða sósíaldemókratisma. Sem betur fer virðist þróunin einmitt stefna í þá átt. Gerist þetta tel ég að við geturn verið bjartsýn. LJ: Þetta veltur ábyggilega á því, að íslenskir sósíalistar og allir þeir sem taka undir með þeim átti sig á því að þeir þurfa að standa saman. Þeir þurfa að skapa sér einn sterkan sósíalískan flokk og mega ekki leyfa sér að margdeila sér upp vegna minni háttar ágreinings. Verði það örlög okkar að höfuðandstæðingu- um takist að kljúfa okkar fylkingu í þrennt eða fernt eða meira, jafnvel þann- ig að við náum ekki nægilegri samstöðu innan okkar flokks til að leggjast þar allir á eina sveif, þá verður árangurinn ekki mikil. Takist okkur hins vegar að ná því marki að koma hér upp einum virkilega öflugum sósíalískum flokki sameinuðum á býsna breiðum grundvelli um meginatriðin, þá eru ábyggilega mikl- ar líkur til þess að við náum að fram- kvæma það sem við höfum skrifað um í okkar stefnuskrá. ABS: Við gerum okkur að sjálfsögðu ljóst að hér er um að ræða baráttu og þróun sem tekur tíma. Við ætlum okkur að móta þjóðfélag þar sem allur almenn- ingur hefur fyllsta forræði yfir lífi sínu og umhverfi öllu. Ég er það bjartsýn að ég held að það líði ekki á löngu Jrar til meirihluti ís- lendinga er sannfærður um að Jretta er eina þjóðfélagið sem er verðugt J)jóðfé- lag fyrir okkur. Mér er líka ljóst að Jrað eru ekki bara aðstæðurnar hér sem ráða Jíví, hvenær við getum sagt að nú sé okk- ar Jijóðfélag orðið í megindráttum í sam- ræmi við okkar hugmyndir. Þróunin úti í álfu skiptir einnig miklu máli. Það er hins vegar okkar ldutverk að sjá urn Jiró- unina hér heima. MK: Bylting er ekki fólgin í valdatök- um, þótt slíkir atburðir hafi oft gerst í heiminum á áhrifamikinn hátt, sem mað- ur hefur lesið um af miklum áhuga. Bylt- ing er fólgin í því að breyta Jrjóðfélaginu og það tekur alltaf langan tíma að gera Jrað. Það er ekki unnt að gera með neinu (iðru móti en æði langri þróun. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.