Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 24

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 24
mennar tryggingar eða eitthvað slíkt fé- lag, það skuli fara að byggja höll og aug- lýsa hana svo alla til leigu á eftir. RA: Það var spurt að því hér áðan, hver væri munurinn á atvinnustefnu Al- þýðubandalagsins og þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá íslenskum iðn rekendum. Það er rétt að ákveðin sjónarmið sem við höfum sett fram, falla saman við óskir íslenskra iðnrekenda, en í grundvallar- atriðum er um skoðanamun að ræða. Ef við lítum á það sem saman fer, er það í fyrsta lagi það atriði, að erlendir atvinnu- rekendur njóti ekki forréttinda hér á landi umfram íslenska atvinnurekendur. Það er fyrst nú á seinni árum að iðnrek- endur hafa fengist til að viðurkenna þessa mismunun en þetta er óhæfa, sem við höfum lengi barist gegn, eins og allir vita. í öðru lagi höfum við talið óeðli- legt að innfluttar vörur nytu forréttinda umfram innlenda framleiðslu hvað tolla- meðferð snertir, en þetta er orðin ein að- alkrafa íslenskra iðnrekenda nú í seinni tíð. Við höfum varað við því að íslenskur iðnaður væri ekki búinn undir skefja- lausa samkeppni frá erlendum stórfyrir- tækjum sem flytja vörur hingað til lands og höfum bent á að tollalækkanir sem fram eiga að fara samkvæmt samningum okkar við EFTA og EBE ganga of hratt yfir miðað við ástand mála hér á landi. Og núna á seinasta ári kom einmitt fram ósk frá íslenskum iðnrekendum um að aðlögunartíminn yrði framlengdur. Varðandi þann mikla mun, sem er á sjónarmiðum okkar og þeirra, kemur hann fyrst og fremst fram í því hverjir eiga að hafa frumkvæði og forystu um at- vinnuuppbyggingu í landinu. Við höfum bent á að þess sé ekki að vænta að hér eigi sér stað ör iðnþróun nema ríkisvald- ið þekki forystuskyldur sínar og hafi þá stjórnun og forystu sem óhjákvæmileg er. Þar eigum við fyrst og fremst við áætlun- arbúskap. Jafnframt leggjum við að sjálf- sögðu álierslu á að þau fyrirtæki sem upp eru byggð séu félagsleg eign með einum eða öðrum hætti og um sé að ræða for- ræði starfsmanna yfir rekstrinum í svo ríkum mæli sem unnt er. AÐ VISSU MARKI . . . LJ: I sambandi við þessa spurningu er mjög þýðingarmikið, að við áttum okkur á því hvert er raunverulegt inntak at- vinnumálastefnu Alþýðubandalagsins og livort við séum einfaldlega að taka undir kröfur iðnrekenda. Vafalaust er nokkur grundvöllur fyrir samstöðu Alþýðu- bandalagsins og þessara aðila, að vissu marki. Alþýðubandalagið vill efla iðnað- inn í landinu og reyna að treysta grund- völl hans eins og mögulegt er. Að sjálf- sögðu sjá iðnrekendur, að þarna er staðið með þeim að vissu leyti. Svipað er hægt að segja um útgerðarmenn, þeir fagna því að bornar séu fram kröfur um að veita útgerðinni í landinu aukna fyrirgreiðslu. Þetta er alveg ljóst. Við eigum samstöðu með þessum aðilum að vissu marki, ekki síst í baráttunni gegn þeirri uppgjöf, sem felst í að menn trúa ekki á íslenska at- vinnuvegi og vilja beina athygli að öðru. Hitt er aftur alveg augljóst, að það er mikill skoðanaágreiningur uppi á milli Alþýðubandalagsins annars vegar og iðn- rekenda og ýmissa útgerðarmanna hins vegar varðandi grundvallarsjónarmið. Samstöðunnar vegna eru menn kannski 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.