Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 45

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 45
og Afríku, — og nú siðast sigur fátækrar alþýðu í Víetnam á sjálfum Bandaríkjun- um (— ekki hvað síst í krafti sovéskra vopna, þó hetjuskapur þess fólks, er bar þau væri úrslitaatriðið) — okkur er lífs- nauðsyn að gera okkur — og öðrum ijóst, — að upphafið að þessari sigur- för, — sem getur gert 20. öldina að öld sósíalismans, ef rétt er á haldið, — upp- hafið er sigur sovétbyltingarinnar í nóv- ember 1917. Og sá veldur miklu, er upp- hafinu veldur. II Stórveldið og draumsjónin Verkalýðsbyltingin í Rússlandi tókst, — olli aldahvörfum í mannkynssögunni. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna gerði sér ljóst, — eftir að uppreisnir og byltingar alþýðu í nágrannalöndunum höfðu verið kæfðar í blóði — að Sovét- ríkin stóðu ein gagnvart öllum auðvalds- heiminum — og þau yrðu að vera sterk, verða vald, verða iðnvætt stórveldi — eða falla fyrr eða síðar. Sovésk alþýða iðnvæddi og hervæddi land sitt, gerði það að stórveldi. í tvígang vofði árásarstríð auðvaldsheims yl'ir henni. í fyrra skiptið varð það blóðugasta barátta mannkynssögunnar: sovétþjóðirn- ar fórnuðu 20 miljónum manna til að brjóta hervél þýska fasismans — frarn til þess ósigrandi — á bak aftur. Og flakandi í sárum reisti hún land sitt úr rústum, þegar síðari árásarhættan vofði ylir: ógn- un stórmennskubrjálaðs Bandaríkjahers, einokandi atomsprengju — og liélt sig því herra heims. En einokunin á atomsprengjunni var tofin, það jafnvægi óttans skapað, sem Við enn búum við. Byltingar í Kína, Austur-Evrópu, Kúbu ,gerbreyttu andliti hnattarins. Allt að 40% jarðarbúa lifa í þjóðfélagi þar sem valdagrundvöllun er lagður að framkvæmd sósíalisma í mis- munandi mynd. Auðvald Bandaríkjanna — með sínar þúsund herstöðvar umhverf- is Sovétríkin — þorði ekki að leggja til þeirrar atlögu ,er upphaflega var fyrir- huguð. Þetta auðvald reyndi með eitri og hverskonar drápstækjum að brjóta bylt- inguna í Víetnam á bak aftur — og tap- aði. Eldmóður mikils liluta sovéskrar al- þýðu og fórnir hennar allrar við að vinna hin heimssögulegu afrek þessara 60 ára mega aldrei gleymast né vanmetast, þótt það mikla vald, er hún veitti foringjum sínum hafi á vissum skeiðum verið notað til kaldrifjaðra fólskuverka gegn tugþús- undum kommúnista. Jafnt með málaferl- unum illræmdu sem innrásinni í Tékkó- slóvakíu var settur smánarblettur, sem reynt er að klína á sósíalismann, — og loðir við meðan ekki er framsett og viðurkennd marxistisk skýring á orsök- um þessa atferlis og þeir, sem saklausir mistu heiður og líf, hafa fengið aftur þann sess í sögu sósíalismans, sem þeim ber, — og þær misgerðir, sem enn er hægt að bæta, að fullu bættar. („Réttur“ hefur reynt að sínu leyti að setja fram marxist- iskar skýringar á þessum harmleikjum sósíalismans og skipa þeim sósíalistum, er fórnað var, þann sess, er þeim ber).3 Sumir myndu ef til vill orða það svo að draumsjón sósíalismans hefði lifað í Sovétríkjunum og fleiri sósíalistiskum ríkjum í lmeykslanlegri sambúð við of- stæki og vald er til illverka var beitt, en rauð skikkja hugsjónarinnar breidd yfir þau hermdarverk til að reyna að dylja. En svo mjög sem sósíalistar liarma slíkt 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.