Réttur


Réttur - 01.07.1977, Page 57

Réttur - 01.07.1977, Page 57
STJÓRNLIST ALÞÝÐU Á REYKJAVÍK- URSVÆÐI OG í DREIFBÝLI Það er mikil þörf á, ekki síst eftir að BSRB hefur nú fengið verkfallsrétt og vart verður vissra tilhneiginga til að efla ítök einkaauðvalds í dreifbýlinu, að verkalýðs- og starfsmannastéttirnar at- hugi rækilega st]órnlist sína. Svo mátti segja fyrir rúmum áratug að tvö ólík efnahagssvæði væru á íslandi: Annarsvegar hið „kapítalistiska“ svæði Reykjavíkur og Reykjaness, — hinsvegar allir fjórðungar aðrir, dreifbýlið, eins- konar sjdlfsbjargarpjóðfélag, þar sem at- vinnutækin voru rekin fyrst og fremst til þess að tryggja vinnu, en ekki einvörð- ungu í gróðaskyni. Þessi þróun „sjálfs- bjargar“-þjóðfélags í dreifbýlinu átti sér gamla sögu allt frá því er einstakir at- vinnurekendur, er áttu fiskiskipin, stungu af með þau einn góðan veðurdag og alþýðan stóð uppi atvinnulaus. Þá fann hún að hún varð að bjarga sér sjálf: Fyrir hálfri öld gerðist þetta á ísafirði og alþýðan skóp sér þá Samvinnufélag Is- firðinga, til að tryggja atvinnu. Og á ný sköpunartímunum endurtók sig hið sama framtak alþýðu: Bæjarstjórnir komu sér upp togaraútgerð (Norðfirði, Reykjavík jstundum í samstarfi við sam- vinnuhreyfingu og einstaklinga (Akur- eyri og víðar), en alltaf með það mark lyrir augum að tryggja atvinnu. Það er islensku þjóðfélagi mikil nauð- syn að þetta höfuðeinkenni haldist d dreifbýlissvœðinu: Það séu sjálf bæjarfé- lögin, jafnvel í samstarfi við kaupfélögin og álnigasama einstaklinga, sem eigi frystihús og togara — og reki þessi tæki með heildarhagsmuni bæjarfélagsins og almennings fyrir augum. Vissulega getur það komið fyrir, sem er undantekning í kapítalískum rekstri, að einstakur at- vinnurekandi taki slíka tryggð við sitt bæjarlélag ,að hann setji stolt sitt í það að reka atvinnu sína, livað sem á gengur og gera aðstæður allar, — verslun o. s. frv., — sem best úr garði. — Bolungarvík er dæmi um slíkt, — en það eru undantekn- ingar. Hinsvegar verður þess vart nú, þegar ríkið útvegar meginhluta kaupverðs skuttogara, að einstakir braskarar reyni að sölsa undir sig áhrifavald í skjóli slíkrar aðstöðu. Dreilbýlið jrarf að vera vel á verði gegn slíku, jrví með slíkum ítökum einkabraskara væri raunveridega Reykjavíkurauðvaldið að reyna að ná tökum á framleiðslutækjum dreifbýlis- ins. 201

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.