Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 54

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 54
mannsgervi; liann bjó líka stundum til þulur og ákvæðavísur sem við kyrjuðum á leiðinni. Þegar ég minnist á göngur, kemur upp í lmgann ást Þorsteins á náttúrunni. Hann skynjaði hana á sama hátt og Jónas Hallgrímsson: „Smávinir fagrir, foldar skart, / fífill í haga, rauð og blá / brekkusóley, við mættum margt / muna hvort öðru að segja frá.“ Ég gekk einu- sinni lieilan dag um Grimmansfell í Mos- fellssveit ásamt Þorsteini og fleiri vinum. Veðrið var eins og það getur fegurst orð- ið á íslandi — og í heimi — svo hlýtt að við böðuðum okkur í lækjunum. Sigríð- ur Theódórsdóttir jarðfræðingur var með í hópnum; hún var að Ijúka prófritgerð sinni og stundaði segulmælingar á fjall- inu. Á þessum dýrlega degi fannst okkur Þorsteini nafnið Grimmansfell ærið forn- eskjulegt og kalt og gáfum því fjallinu nýtt nafn og harla frábrugðið íslenskri ömefnahefð; við kölluðum jrað „Fjallið hennar Siggu“. Raunar eru til hliðstæð- ur að slíkri nafngift, til að mynda Fjallið eina. Nokkru seinna kom Þorsteinn til mín — ég lá þá á sjúkrahúsi — og gaf mér afar fagra bók sem Jióttist geyma myndir af undursamlegustu stöðum jarðar. Á saurblaðið hafði Þorsteinn skrifað með koparstunguhandbragði sínu: „Margt er hér í myndir bundið, sem mönnum varð til undrunar. Þó verður hvergi fyrir fundið fjallið hennar Sigríðar.“ Þetta er vísan eins og hún er jafnan fegurst, í tærum einfaldleik. Þessi litla frásögn má einnig verða áhangendum náttúrunafnakenningarinnar til nokk- urrar umhugsunar. Þorsteinn lauk námi í guðfræði við Háskóla íslands 1946. Ég man ekki til Jress að ég ræddi nokkurn tíma við hann um trúmál, en af kynnum mínum við hann hygg ég að hann hafi stundað guð- fræðinám af ást á trésmiðssyninum frá Nazaret, kenningum lians og starfi, en liafi aldrei lmgsað sér að setjast í hóp skriftlærðra en á þeirn hafði trésmiðsson- urinn raunar litlar mætur. Ég man eftir fagurri grein sem Þorsteinn skrifaði eitt sinn í Þjóðviljann J^ar sem hann lýsti Joví að kenningar trésmiðssonarins lielðu gert sig að sósíalista. Að loknu háskólanámi dvaldist Þorsteinn um skeið erlendis og sökkti sér niður í klassíska tónlist. Hún átti mjög greiðan aðgang að huga hans, og ég hygg að hún hafi liaft meiri áhrif á liann en nokkuð annað. Við liittumst jaliian á sinfóníutónleikum, leituðum hvor annan uppi í hléunum, og ég sá á andliti hans og augum hver áhrif tónlist- in hafði haft á hann; um það þurfti ég aldrei að spyrja. Þegar fluttur var sígild- ur kveðskapur af einsöngvurum eða kór- um var oftast að finna í tónleikaskrá þýð- ingar Þorsteins Valdimarssonar á text- um sem fluttir voru. Ég man ekki til Jress að ég liafi nokkurn tíma borið Jrýðingar textanna saman við frumskáldskapinn, en ég bar þær alltaf saman við tónverkin, og ég dáðist að því hvernig Þorsteinn kunni að velja orð sem féllu á fullkomnasta hátt að tilfinningum tónverkanna. Þorsteinn stundaði Ijóðagerð allmikið; fyrsta ljóðabók hans kom út 1942 og hann var að búa þá níundu til prentunar þegar hann lést. Mér hefur alltaf þótt vænt um skáldskap Þorsteins og oft opn- að bækur hans mér til hugarhægðar. Hann orti kvæði sem eru tær lýrik og önnur sem eru mun óaðgengilegri. Hann bjó yfir sérstæðri kímnigáfu, sem m. a. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.