Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 10

Réttur - 01.07.1977, Síða 10
Þó að margt sé án beinna afskipta fram- kvænrdastjórnar, er ýmislegt sem verður að gerast frá nriðstöð eins og útgáfustarf- semi, ýmisskonar aðstoð og eftirrekstur. Á þessu sviði lief ég fundið fyrir því að við erum of veik. Ef til vill stafar þetta eitthvað af því að við látum endurnýjun- arregluna bitna mjög hart á fram- kvæmdastjórninni. Hún er kosin árlega, sjálf framkvæmdastjórnin. Svo kemur hitt til að starfsliðið hefur lengst af verið einn maður. Um endurnýjunarregluna vil ég aðeins bæta því við að mér finnst að hún verði að haldast skilyrðislaust vegna þess að það verður alltaf vandamál ef halda ætti því fram að einn og einn maður sé svo mikil- vægur að reglan megi ekki bitna á hon- um. Þá missir þetta þann tilgang að öll- um verði sársaukalaust að hreyfast milli starfa hjá okkur. RA: Ég var eins og flestir aðrir ein- dregið þeirrar skoðunar að ekki ætti að draga fólk í sérstaka dilka eftir kynferði eða aldri. En ég viðurkenni það eins og fleiri hafa gert á nndan mér, að þetta hefur ekki gefist allskostar vel hvað snertir nnga fólkið, sem jiarf að eiga kost á að starfa sér á parti a. m. k. að hluta til, til þess að frumkvæði þess fái notið sín. Ég er hins vegar enn jjeirrar skoðunar að rangt væri að stofna alveg sjálfstæð óháð æsknlýðssamtök sem væru starfandi við hliðina á flokknnm. Ég held að starfsemi á vegum ungs fólks ætti að vera í nánum tengslum við starf flokksins, því óneitan- lega eru þau rök sem fram voru borin á sínum tíma enn í fullu gildi, að jjað býð- ur miklum hættum heim og eykur kyn- slóðabilið ef ekki tekst að blanda saman í flokksstarfinu viðhorfi unga fólksins og hinna sem geta starfað lengur. Það þarf að finna eðlilega millileið. Ég tel að þessi mál hafi verið á réttri braut að undan- förnu og við skulum ekki ímynda okknr að miðstjórn eða landsfundur geti ákveð- ið hvernig æskulýðsstarf skuli vera. Unga fólkið verður að ákveða það sjálft. Það verður sjálft að finna þá lausn sem það telur eðlilegasta og núna seinustu tvö árin hefnr mér fundist gæta meiri á- kveðni í hópi ungs fólks að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið. Varðandi starf framkvæmdastjórnar er það eilífðarmál sem við erum alltaf að glíma við. Vegna mikils fjárskorts hefur starf llokksins verið alltof lítið, við höf- um ekki ráðið yfir þeim starfskröftum sem við höfum þarfnast. Staðreyndin er sú að þótt menn hafi ákveðnar skoðanir á þjóðmálum eru menn mjög tímabundnir og gjarnan værukærir. Þó menn sén kosnir í starfsnefndir starfa þær ekki nema rekið sé á eftir þeim. Starfsmenn liokksins þurfa að geta gefið sér tíma til að drífa áfram starfshópa á vegum mið- stjórnar. Þar hafa menn gjarnan ágætar hugmyndir og góðan vilja, en telja sig ekki hafa tíma til að vinna verkin nema stíft sé rekið á eftir. Ég tel þó að þessi mál hafi verið í örri framför í seinni tíð eftir að við erum komnir með tvo fasta starfsmenn á skrifstofu flokksins. ÞINGFLOKKUR - FRAMKVÆMDA- STJÓRN Stundum er sagt að þingflokkurinn sé alltof ráðandi í störfum okkar. Ég held að þetta sé á talsverðum misskilningi byggt. Þingflokkurinn er ellefu manna hópur sem hefur stjórnmál að aðalstarfi 154

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.