Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 19

Réttur - 01.10.1983, Page 19
1930. Haukur ritaði mikið í það blað sem hin, en starfsemi hans í verkalýðsfélögun- um, einkum „Drífanda“ var mjög mikil. Stéttabaráttan var hörð í Eyjum og slagir tíðir. Flutti Haukur ræður á útifundum og tók þátt í þeim bardögum, er verkföllun- um fylgdu þá, svo sem „kolaslagnum" 1926 og fékk þá áverka í andliti, sleginn með eggjárni. Lýsir Jón Rafnsson allri hinni hörðu baráttu verkalýðsins í Eyjum með ágætum í bók sinni „Vor í verum“. Við Haukur vorum saman sem fulltrú- ar kommúnistaarmsins í Alþýðuflokkn- um á 6. þingi Alþjóðasambands komm- únista 1928. Ég gat að vísu aðeins verið þar skamman tíma, en Haukur sat allt Jón Kafnsson þingið og ritaði greinar um þá Moskvuför í „Vikuna“, svo og síðar eftirtektarverðar greinar um „Flokksmál“, þar sem hann leggur áherslu á að halda verði Alþýðu- sambandinu óklofnu, þó skiptar séu skoðanir. í september 1930 höfðu kommúnistar yfirtekið „Samband ungra jafnaðar- manna“ á þingi þess á Siglufirði með yfir- gnæfandi meirihluta. Var Haukur Björns- son kosinn forseti þess, en nafninu síðar breytt í „Samband ungra kommúnista“ og hófst nú útgáfa „Rauða fánans“ á ný sem málgagns sambandsins. Var Haukur ritstjóri og ábyrgðarmaður þess blaðs, en það kom út til ársloka 1931, alls 9 tölu- blöð. Erfiðleikarnir á útgáfu hinna rót- tæku blaða verkalýðsins voru miklir, oft óyfirstíganlegir á þessum tíma. Þessi samþjappaða lýsing á starfi Hauks í Eyjum á öllum sviðum verka- lýðshreyfingarinnar gefur ofurlitla hug- mynd um hve geysilega ötull baráttumaður Haukur var — og er hann þó ekki nema 23 ára, er hann fer frá Eyjum vorið 1930. Nú er ástin komin til sögunnar og 14. maí 1930 giftast þau Haukur og Marci, er fullu nafni heitir Ingibjörg Marsibil Guð- jónsdóttir, en alltaf gekk undir Marci- nafninu í félaga hóp. Og þar fékk Haukur þann indæla lífsförunaut, er allt lífið stóð við hlið hans, hvað sem á gekk, — og það var vissulega margt, því brokkgengur gat Haukur stundum verið, en þolinmæði Marci þraut aldrei. Marci var hárgreiðslu- kona að mennt og rak alllengi hárgreiðslu- stofu á Laugavegi 4. Og hún var sjálf ekki aðeins fín hárgreiðslukona, ég gæti trúað eftir minni reynslu að hún hefði ekki ver- ið síðri sem hjúkrunarkona, því aldrei gleymi ég mjúku höndunum hennar, er veittu mér hárþvottinn, til að ná blóð- flyksunum burt úr hárinu, eftir að Valtýr 211

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.