Réttur


Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 11

Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 11
VOÐI MANNHEIMS: Bandaríska yfirdrottnunarstefnan: Hungur og hel hlutskipti milljóna manna í allsnægtaheimi Nýjustu hernadarfyrirætlanir þessa árásarríkis aðeins á íslandi nema tugum milljarða króna. Það er voði á ferðinni fyrir mannkyn allt, ef ekki er risið af nægum krafti gegn hinum ægilegu fyrirætlunum bandaríska auðvaldsins um að drottna yfir öllum heimi í krafti kjarnorkuógnana sinna. Vígbúnaðarauðvaldið er svo kolbrjálað vegna gífurlegs gróða síns, að því er trúandi til að beita kjarnorkuvopnum sínum hvenær sem er, til þess að reyna að gera heimsvaldadraum sinn að veruleika. Vér íslendingar fáum „smjörþefínn“ af þessum morðfyrirætlunum, þegar birt er í nýjustu skýrslu „Öryggisnefndar“ að verja eigi í hernaðarframkvæmdir hér á landi á næstunni 12 milljörðum króna og þá eru allar framkvæmdirnar á Kefla- víkurflugvelli, ratsjárstöðvarnar og endurnýjunin öll ekki reiknuð með, en slíkt myndi koma kostnaðinum upp í 40 milljarða króna. Þar í eru vissulega áætlanir um að vernda ameríska stjórnliðið í góðum „stjórnstöðvum“ — gryfjum, en ís- lensku þjóðinni á að fórna, — eins og alltaf hefur verið meiningin hjá þessum landræningjum, sem nú hafa hersetið Iand vort í meir en fjóra áratugi. Bandarískir stjórnmálamenn, ekki síst utanríkisráðherrar, eru margstaðnir að því gagnvart Islendingum að blekkja oss miskunnarlaust. Mega menn sem best muna yfirlýsingar Dean Achesons, er var utanríkisráðherra 1949, þegar Island var blekkt og svikið inn í Atlantshafsbanda- lagið, fyrst og fremst á grundvelli þeirrar bandarísku stjórnaryfirlýsingar „að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða her- stöðvar yrðu á íslandi á friðartímum“. Alíka vægðarlaus er blekkingin nú við- 139

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.