Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 29

Réttur - 01.08.1985, Page 29
Þróunin varð þó önnur en þessi öfl höfðu vonast til. í byrjun árs 1980 gengu sósíaldemókratar úr stjórninni og kristi- legi demókratinn Napoleon Duarte komst til valda. Nokkru síðar hrökkluðust svo herforingjarnir framsæknu úr stjórninni. Sameining vinstri afla Kommúnistaflokkurinn endurmat einnig fyrri afstöðu og sendi frá sér yfir- lýsingu með sjálfsgagnrýni á fyrri stefnu flokksins. Á fyrri hluta ársins 1980 sam- einuðust hin byltingarsinnuðu vinstri öfl. I apríl það ár stofnuðu stjórnmálaarmar skæruliðahreyfinganna Lýðræðisfylking- una, FDR, og í október sama ár runnu hernaðararmarnir saman í Farabúndó Klartí þjóðfrelsishreyfinguna, FMLN. FMLN-FDR varð semsé til úr hernað- ar' og stjórnmálaörmum eftirfarandi fimm samtaka: FPL, ERP, RN, PRTC og kommúnistaflokksins. Fjöldi hagsmuna- samtaka, verkalýðsfélaga, stúdenta- og kvennasamtaka, eigenda smáfyrirtækja o s.frv. hafa gengið í FMLN-FDR, og það er enginn vafi á því að þessi hreyfing er málsvari víðfeðmra og fjölmargra hópa úr neðri lögum og stéttum í E1 Salvador. Þróun frelsisbaráttunnar á öndverðum 9- áratugnum sýnir ljóslega að FMLN- FDR nýtur stuðnings mikils meiri hluta slþýðunnar. Tekist hefur að frelsa minnsta kosti þriðjung landsins og byggja bar upp stjórnsýslu, skóla og sjúkrahús undir alþýðustjórn. Jafnframt hafa skæruliðasveitirnar sýnt að þær geta látið eftirminnilega til sín taka hvar sem er í landinu. Pær hafa unn- *ð á sitt vald bæi og hernaðarmannvirki, sprengt brýr og raforkuver. En það sem ntikilvægast er, skæruliðarnir gefa alþýð- unni von um betri framtíð. í forsetatíð Reagans hafa Bandaríkin aukið gífurlega hernaðaraðstoð sína við stjórnvöld, og jafnframt haldið því blá- kalt fram, eins og svo oft áður, að felsis- baráttan sé „rekin frá Moskvu og Hav- anna“. Vegna hins sérstaka uppruna frelsis- hreyfingarinnar í E1 Salvador hafa sam- tökin fimm mismikil ítök í hinum ýmsu landshlutum. Aðgerðirnar gegn stjórn- völdum hafa þó verið samhæfðari upp á síðkastið, þó að samstarfið sé ekki alltaf hnökralaust. Pólitískur ágreiningur Byltingarsamtökin FPL — stofnuð af vinstri öflum úr kommúnistaflokknum — áttu í erfiðleikum árið 1983 þegar frum- kvöðull hreyfingarinnar, Carpio, svifti sig lífi eftir pólitískan ágreining í forustu samtakanna. FPL, Kommúnistaflokkur- inn og ERP eru nú stærstu samtökin í FMLN-FDR. í ársbyrjun 1984 var efnt til forseta- kosninga í E1 Salvador og varð Napoleon Duarte forseti á ný. í kosningunum 1982 hafði FMLN hvatt fólk til að kjósa ekki, en þessi hvatning var ekki endurtekin þó að frelsishreyfingin tæki ekki þátt í kosn- ingunum. Var þetta m.a. vegna þess, að margir sem ekki kusu í kosningunum 1982, urðu fyrir barðinu á valdhöfum og afturhaldinu eftir á. Duarte sigraði fram- bjóðanda Arenaflokksins, sem er flokkur öfgafyllstu hægrisinna. Pað er reyndar ljóst að sigur Duarte var Bandaríkjunum mest að skapi, þar sem mótframbjóðand- inn var alræmdur, m.a. sem leiðtogi hinna svokölluðu Dauðasveita. 157

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.