Réttur


Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1985, Blaðsíða 34
veigrar sér ekki við að grípa til augljósra brota á alþjóðalögum til að tryggja óskoruð yfirráð Bandaríkjanna. Árásirn- ar á Nícaragúa eru eðlilegur þáttur þeirr- ar stefnu Reagans að reyna ekki eingöngu að hindra alþýðuuppreisnir heldur snúa rás tímans við og gera að engu þá sigra sem frelsis- og framfaraöflin hafa þegar unnið. Alræði og lýðræði Haustið 1984 var efnt til kosninga í Nícaragúa. Þær voru haldnar rétt fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum til að gera Reagan erfiðara fyrir um beina íhlut- un. Þessar kosningar fóru fram undir al- þjóðlegu eftirliti m.a. frá Vestur-Evrópu- ríkjum. Kosningaþátttakan var rúmlega 80 af hundraði og hlutu Sandinistar 60 til 70 af hundraði greiddra atkvæða eða rúmlega helming atkvæða allra kjósenda. í bandarísku forsetakosningunum aftur á móti sá aðeins um helmingur kjósenda ástæðu til að greiða atkvæði og þar af hlaut Reagan um 60 af hundraði, þ.e.a.s. að baki Reagan standa aðeins 30 af hundraði bandarískra kjósenda. Þetta er vert að hafa í huga áður en við skellum skuldinni af glæpaverkum Bandaríkja- stjórnar á bandarísku þjóðina í heild. Sökudólgurinn er bandarískt einokunar- auðmagn, það rekur báða flokkana, repú- blikana og demókrata. Þetta er einnig vert að hafa í huga þegar forseti banda- ríska tvíflokkaalræðisins lætur móðann mása um „alræðisöflin“ í Nícaragúa. vcrður hér látið nægja að benda á að efst til vinsti á síðu 110 átti ekki að standa „stjórnar Bandaríkj- anna“ heldur „bandaríska hagkerfisins". Til að árétta þetta betur fer hér á eftir myndatcxti sá seni fylgja átti með ábúðarmikilli mynd af J. F. Kennedy: Orðaval þess margrómaða J. F. Kennedy var ann- að en stríðsæsingamannsins Reagans. Samt sem áður var það þessi dýrlingur sem sendi fyrstu banda- rísku hcrmennina og flugmennina til Vietnam <>g samþykkti þátttöku Bandaríkjanna í innrásartil- raununum á Kiíbu. Yfirbragðið var annað en dugði ekki til að dylja ásýnd heimsvaldastefnunnar, sem er óaðskiljanlcgur fylgifískur bandaríska hagkerfísins. LEIÐRÉTTING: Því miður voru æðimargir hnökrar á fjórðu grein- inni í þessum greinaflokki, scm birtist í síðasta hefti, og eru lesendur beðnir velvirðingar á þeim mis- tökum. Þar sem hnökrarnir eru flestir formlegs eðils 162

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.