Réttur - 01.08.1985, Page 43
Atvinnumennska kvenna í pólitík er
aðeins einn þátturinn í þeim breytingum
sem nauðsynlegar þykja. Kröfurnar um
opnari vinnubrögð og aukið lýðræði í
flokksstarfi og við stefnumótun eru há-
værar meðal kvenna. Áhersla er lögð á
aukið fræðslustarf og námskeiðahald,
bæði hvað varðar ákveðin málefni sem og
þjálfun fyrir fólk að taka þátt í félags-
starfi. Fundaform og umfjöllun mála vill
oftast verða á forsendum þeirra sem best
eru inní málum, þ.e. atvinnumanna.
Þetta hafa konur í flokknum lengi
gagnrýnt. Væntingum þeirra um að
flokksstarf felist í sameiginlegri viðleitni
fólks með svipaða lífssýn til að hafa áhrif
á umhverfi sitt, hefur illa verið svarað.
Hugmyndir þeirra um forgangsröö verk-
efna og áherslur í stjórnmálabaráttunni
eru oft aðrar en flokksbræðranna.
I fáum orðum má segja að niðurstaða
umræðna meðal kvenna í Alþýðubanda-
laginu undanfarna mánuði sé sú að þær
stefna á athafnir á næstunni. Þær líta á
það sem hlutverk sitt að leiða mun rót-
tækari kvennabaráttu en kvennaflokkarn-
ir gera og vitna þá gjarnan til orða Juliett
Mitchell: „við verðum að spyrja femín-
iskra spurninga og reyna að gefa marxísk
svör“. Annað stórverkefni þeirra er að
koma karlkynsfélögum í skilning um
hvað kvennabarátta er og í hverju raun-
verulegt jafnrétti kynjanna felst.
Að lokum eru hér spurningar Þuríðar
Pétursdóttur, bæjarfulltrúa AB á ísafirði,
sem hún sendi Kvennastefnunni:
„Á hlutverk kvenna í pólitík að vera:
— að greiða atkvæði?
— að vinna fyrir flokkinn?
— að styðja frambjóðendur?
— að þrýsta á „kvennamálin“?
— að passa uppá jafnréttið?
— að skreyta lista?
— að móta stefnu?
— að vera í forystu?
— Eiga konur að fara í framboð? Eiga
þær að láta sér lynda 2. og 4. sætið
— eða eiga þær að stefna á 1. og 3.
sæti?
— Eiga konur að temja sér vinnubrögð
karlanna eða eiga þær að koma með
nýjar aðferðir?"
Ágúst 1985
KRISTÍN Á. ÓLAFSDÓTTIR
171