Réttur - 01.01.1986, Blaðsíða 5
ADDA BARA SIGFTJSDÓTTIR:
Fjögur ár
Einræði — flokksræði — lýðræði
Fyrir fjórum árum settist Davíð Oddsson í stól borgarstjóra í Reykjavík. Hann
hafði að baki sér 11 fulltrúa Sjálfstæðismanna og þar með tveggja atkvæða meiri-
hluta í borgarstjórn. Einmitt það skipti miklu máli fyrir einræðishneigðan borg-
arstjóra. Nú gat enginn flokksmaður hótað með því að leika einleik, en ekki þarf
að efa, að keppinautur Davíðs um efsta sæti listans og borgarstjóratignina, Albert
Guðmundsson hefði vel getað hugsað sér að hagnýta slíka stöðu. Nú var þess
enginn kostur, og Davíð tókst á skömmum tíma að verða einræðisherra í borg-
arstjórn.
A fyrra valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins mátti með sanni kalla stjórn þeirra
flokksræði, en þetta síðasta kjörtímabil er kjörtímabil einræðisins.
Síðasta dæmið er skipun í stjórn
Granda h/f. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu
lagt niður Bæjarútgerðina skipaði borg-
arstjórinn einn og sjálfur alla menn borg-
arinnar í stjórn hins nýja fyrirtækis. Þetta
athæfi hafa allir minnihlutaflokkar í borg-
arstjórn kært sameiginlega til félagsmála-
ráðuneytisins, sem á að sjá um að sveitar-
stjórnir fari að lögum.
Sjálfstæðismenn eru miklar lýðræðis-
hetjur í ræðum og ritsmíðum, en þegar
kemur að stjórn Reykjavíkurborgar hent-
ar fámennisstjórn þeirra hagsmunum
best. Um að gera að sem fæstir borgar-
fulltrúar séu til staðar til að fjalla um mál
og vera með nefið ofan í því sem þeir,
sem völdin hafa, eru að gera.
Fyrsta atlagan gegn lýðræðinu í borgar-
stjórn eftir kosningasigur Sjálfstæðis-
nianna í maílok 1982 var gerð 3. júní. Þá
var framkvæmdaráð borgarstjórnar lagt
niður. Þetta var ráð, sem vinstri meiri-
hlutinn hafði kornið á laggirnar til þess
m.a. að fjalla um gatnagerð, holræsamál.
sorphirðu, fasteignir borgarinnar og ýmis
önnur framkvæmdamál. Á fundinum lögðu
fulltrúar fyrrverandi meirihluta (Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur og Framsókn-
arflokkur) fram svohljóðandi frávísunar-
tillögu:
Sú tillaga Sjálfstœðisflokksins að leggja
niður framkvœmdaráð er spor aftur á bak
og til þess fallin að draga úr þekkingu
borgarfulltrúa á verklegum framkvæmd-
um á vegum borgarinnar og þar með
möguleikum þeirra til að sinna skyldum
sínum á þessu mikilvœga sviði með full-
nægjandi hætti. Borgarráð getur engan
veginn sinnt þessum yfirgripsmikla mála-
flokki ásamt daglegri framkvœmdastjórn
borgarinnar, enda var reyndin sú fyrir
daga framkvœmdaráðs, að embættismenn
og borgarstjóri Sjálfstœðismanna fjölluðu
að mestu einir um þau mál, sem undir
embœtti borgarverkfræðings falla, eftir að
fjárhagsáœtlun hvers árs hafði verið
samþykkt. Við leggjum því til að tillögu
Sjálfstæðismanna verði vísað frá.