Réttur - 01.01.1986, Síða 9
Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins síðasta kjörtíinabil: Sigurjón Pétursson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guðrún
Agústsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson.
hafa tileinkað sér virkt atvinnulýð-
rœði.
4. Atvinnumálanefndin skal halda þannig
á máhim, að Reykjavík verði ekki sett
hjá við framtíðarþróun stóriðnaðar á
íslandi, enda falli slík fyrirtœki vel að
félagslegu og lífrænu umhverfi borg-
arinnar. Eðlilegt er, að borgin verði
þátttakandi t uppbyggingu stóriðnaðar
í Reykjavík. Með því móti á Reykja-
vík að Itafa sömu möguleika og önnur
byggðarlög til þess að tryggja sinn
hlut.
5. Atvinnumálanefnd og vinnumiðlun
beiti sér fyrir stofnun verndaðra vinnu-
staða í Reykjavík.
6. 7/7 þess að vinna þau verk, sem að ofan
greinir, er heimilt að stofna embœtti
iðnþróunarfulltrúa, sem starfi með
borgarhagfrœðingi.
Ekki höföu Sjálfstæðismenn áhuga á
þessari tilögu. Þeirra megin áhugamál á
þessu sviði var að leggja niður Bæjarút-
gerðina. Það var gert og einkafyrirtækinu
ísbirninum um leið bjargað frá gjald-
þroti. Meðal þeirra eigna sem ísbjörninn
lagði á borð með sér í hið nýja fyrirtæki
Granda h.f. var óstarfhæft frystihús úti á
Seltjarnarnesi sem metið var á 30 milljón-
ir. í þessu frystihúsi hafði SÍS látið geyma
kjöt, en frystiklefarnir héldu ekki frosti
og kjötið var orðið óhæf söluvara þegar
til átti að taka, sem frægt varð.
Þegar Davíð hafði tilkynnt í Morgun-
blaðinu könnun á hagkvæmni þess að
9